Síðari Konungabók 22:1–20

  • Jósía Júdakonungur (1, 2)

  • Fyrirmæli um viðgerðir á musterinu (3–7)

  • Lögbókin finnst (8–13)

  • Hulda spáir ógæfu (14–20)

22  Jósía+ var átta ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 31 ár í Jerúsalem.+ Móðir hans hét Jedída og var dóttir Adaja frá Boskat.+  Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva. Hann fetaði í fótspor Davíðs forföður síns+ í einu og öllu og vék hvorki til hægri né vinstri.  Á 18. stjórnarári sínu sendi Jósía konungur Safan ritara, son Asalja Mesúllamssonar, til húss Jehóva+ og sagði:  „Farðu til Hilkía+ æðstaprests og segðu honum að sækja peningana sem eru komnir í hús Jehóva+ og dyraverðirnir hafa safnað saman af fólkinu.+  Peningarnir skulu fengnir þeim sem hafa umsjón með vinnunni í húsi Jehóva til að þeir geti greitt verkamönnunum sem vinna við að gera við skemmdirnar á* húsi Jehóva,+  það er að segja handverksmönnunum, byggingarverkamönnunum og múrurunum. Þeir skulu síðan nota peningana til að kaupa timbur og tilhöggna steina til þess að gera við húsið.+  Þeir þurfa ekki að gera grein fyrir fénu sem þeir fá því að þeim er treystandi.“+  Nokkru síðar sagði Hilkía æðstiprestur við Safan ritara:+ „Ég fann lögbókina+ í húsi Jehóva!“ Hilkía rétti Safan bókina og hann byrjaði að lesa hana.+  Síðan fór Safan ritari til konungs og sagði: „Þjónar þínir hafa safnað saman peningunum sem voru í húsi Jehóva og afhent mönnunum sem hafa umsjón með vinnunni þar.“+ 10  Safan ritari sagði síðan við konung: „Hilkía prestur lét mig fá bók.“+ Og Safan las úr henni fyrir konunginn. 11  Þegar konungur heyrði það sem stóð í lögbókinni reif hann föt sín.+ 12  Síðan gaf hann Hilkía presti, Ahíkam+ Safanssyni, Akbór Míkajasyni, Safan ritara og Asaja þjóni konungs þessi fyrirmæli: 13  „Farið og spyrjið Jehóva fyrir mig, fólkið og allan Júda um það sem stendur í bókinni sem hefur fundist. Reiði Jehóva, sem hefur blossað upp gegn okkur, er mikil+ því að forfeður okkar hlýddu ekki því sem stendur í bókinni og fylgdu ekki þeim fyrirmælum sem þar eru skráð handa okkur.“ 14  Hilkía prestur, Ahíkam, Akbór, Safan og Asaja fóru þá til Huldu spákonu.+ Hún var eiginkona Sallúms klæðavarðar, sonar Tíkva Harhassonar, og bjó í Nýja hverfinu* í Jerúsalem. Þar töluðu þeir við hana.+ 15  Hún sagði við þá: „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Segið manninum sem sendi ykkur til mín: 16  „Jehóva segir: ‚Ég leiði ógæfu yfir þennan stað og íbúa hans. Allt sem stendur í bókinni sem Júdakonungur hefur lesið+ mun rætast. 17  Reiði mín mun blossa upp gegn þessum stað og ekkert getur slökkt hana+ af því að þeir hafa yfirgefið mig, látið fórnarreyk stíga upp til annarra guða+ og misboðið mér með öllu sem þeir gera.‘“+ 18  En segið við Júdakonung sem sendi ykkur til að leita ráða hjá Jehóva: „Jehóva Guð Ísraels segir varðandi orðin sem þú heyrðir: 19  ‚Hjarta þitt var móttækilegt* og þú auðmýktir þig+ frammi fyrir Jehóva þegar þú heyrðir dóm minn yfir þessum stað og íbúum hans – að bölvun kæmi yfir þá og að fólk myndi fyllast óhug vegna þeirra. Þú reifst líka föt þín+ og grést frammi fyrir mér. Þess vegna hef ég heyrt bæn þína, segir Jehóva. 20  Og þess vegna læt ég þig safnast til forfeðra þinna* og þú verður lagður í gröf þína í friði. Þú þarft ekki að horfa upp á alla þá ógæfu sem ég leiði yfir þennan stað.‘“‘“ Þeir fluttu konungi svarið.

Neðanmáls

Eða „sprungurnar í“.
Eða „Öðru hverfinu“.
Orðrétt „mjúkt“.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.