Fyrri Samúelsbók 18:1–30

  • Vinátta Davíðs og Jónatans (1–4)

  • Sál öfundar Davíð af sigrum hans (5–9)

  • Sál reynir að drepa Davíð (10–19)

  • Davíð giftist Míkal dóttur Sáls (20–30)

18  Eftir þetta samtal Davíðs og Sáls urðu Jónatan+ og Davíð nánir vinir og Jónatan elskaði hann eins og sjálfan sig.+  Sál hélt Davíð hjá sér frá þeim degi og leyfði honum ekki að fara heim til föður síns.+  Þar sem Jónatan elskaði Davíð eins og sjálfan sig+ gerðu þeir með sér sáttmála.+  Jónatan fór úr yfirhöfn sinni og gaf Davíð hana. Hann gaf honum líka herklæði sín, sverð sitt, boga og belti.  Davíð fór í herferðir og honum gekk vel*+ hvert sem Sál sendi hann. Sál setti hann því yfir hermenn sína+ og það gladdi allt fólkið og þjóna Sáls.  Þegar Davíð og hinir hermennirnir sneru heim eftir að hafa fellt Filisteana komu konur út úr öllum borgum Ísraels á móti Sál konungi með söng+ og dansi og mikilli gleði. Þær léku á tambúrínur+ og lútur.*  Konurnar fögnuðu og sungu: „Sál hefur fellt sínar þúsundirog Davíð sínar tugþúsundir.“+  Sál var meinilla við þennan söng. Hann varð mjög reiður+ og sagði: „Þær eigna Davíð heiðurinn af tugþúsundum en mér aðeins af þúsundum. Nú vantar hann bara konungdóminn!“+  Upp frá því var Sál stöðugt á varðbergi gagnvart Davíð. 10  Daginn eftir leyfði Guð illum hugsunum* að sækja á Sál.+ Hann fór að láta eins og vitfirringur* inni í húsinu á meðan Davíð lék á hörpuna+ eins og hann var vanur. Sál var með spjót í hendi.+ 11  Hann kastaði því+ og hugsaði með sér: „Ég ætla að negla Davíð við vegginn!“ Þetta gerði hann tvisvar en Davíð tókst að forða sér. 12  Sál varð nú hræddur við Davíð því að Jehóva var með honum+ en hafði yfirgefið hann sjálfan.+ 13  Sál sendi hann því frá sér og skipaði hann foringja yfir þúsund manna liði. Davíð fór fyrir liðinu þegar það hélt til bardaga.+ 14  Davíð gekk vel*+ í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og Jehóva var með honum.+ 15  Sál varð hræddur við hann þegar hann sá hve vel honum gekk. 16  En allir Ísraelsmenn og Júdamenn elskuðu Davíð því að hann fór fyrir þeim í herferðum þeirra. 17  Dag einn sagði Sál við Davíð: „Hér er Merab, eldri dóttir mín.+ Ég gef þér hana að konu.+ En þú skalt samt halda áfram að þjóna mér hugrakkur og berjast í bardögum Jehóva.“+ Sál hugsaði nefnilega með sér: „Ég ætla ekki að drepa hann sjálfur heldur skulu Filistear gera það.“+ 18  Davíð sagði við Sál: „Hver er ég og hverjir eru ættingjar mínir, ætt föður míns í Ísrael, að ég geti orðið tengdasonur konungsins?“+ 19  En þegar að því kom að Merab dóttir Sáls átti að giftast Davíð hafði hún þegar verið gefin Adríel+ Mehólatíta að konu. 20  Míkal+ dóttir Sáls var ástfangin af Davíð. Sál var sagt frá því og það gladdi hann 21  því að hann hugsaði með sér: „Ég gef honum hana svo að hún verði honum að snöru og hann falli fyrir hendi Filistea.“+ Sál sagði því í annað sinn við Davíð: „Þú skalt verða tengdasonur minn í dag.“ 22  Hann gaf síðan þjónum sínum þessi fyrirmæli: „Talið við Davíð í einrúmi og segið við hann: ‚Konungurinn er ánægður með þig og öllum þjónum hans þykir vænt um þig. Nú skaltu verða tengdasonur konungs.‘“ 23  Þjónar Sáls skiluðu þessu til Davíðs en hann svaraði: „Finnst ykkur ekkert tiltökumál að maður eins og ég verði tengdasonur konungs? Ég er bæði fátækur og lágt settur.“+ 24  Þjónarnir sögðu Sál hvað Davíð hafði sagt. 25  Sál svaraði: „Segið við Davíð: ‚Konungurinn fer ekki fram á annað brúðarverð+ en forhúðir+ 100 Filistea til að ná fram hefndum á óvinum sínum.‘“ En Sál vonaðist til að Davíð félli fyrir hendi Filistea. 26  Þjónar Sáls komu þessum boðum til Davíðs og Davíð líkaði það vel að eiga að verða tengdasonur konungs.+ Áður en fresturinn rann út 27  fór Davíð ásamt mönnum sínum og felldi 200 Filistea. Síðan færði hann konunginum forhúðir þeirra, allar með tölu, svo að hann gæti orðið tengdasonur konungs. Sál gaf honum því Míkal dóttur sína að eiginkonu.+ 28  Sál gerði sér grein fyrir að Jehóva var með Davíð+ og að Míkal dóttir hans elskaði hann.+ 29  Hann varð því enn hræddari við Davíð og var óvinur hans til æviloka.+ 30  Höfðingjar Filistea héldu áfram að fara í herferðir. Í hvert skipti sem kom til bardaga gekk Davíð betur* en öllum þjónum Sáls,+ og nafn hans varð mikilsvirt.+

Neðanmáls

Eða „og sýndi visku“.
Fornt strengjahljóðfæri.
Orðrétt „anda“.
Eða „spámaður“.
Eða „sýndi visku“.
Eða „sýndi Davíð meiri visku“.