Fyrsta Mósebók 42:1–38

  • Bræður Jósefs fara til Egyptalands (1–4)

  • Jósef hittir bræður sína og reynir þá (5–25)

  • Bræðurnir snúa aftur heim til Jakobs (26–38)

42  Þegar Jakob frétti að til væri korn í Egyptalandi+ sagði hann við syni sína: „Hvers vegna horfið þið hver á annan?“  Hann hélt áfram: „Ég hef heyrt að það sé til korn í Egyptalandi. Farið þangað og kaupið korn handa okkur svo að við höldum lífi og deyjum ekki.“+  Tíu bræður Jósefs+ lögðu þá af stað til að kaupa korn í Egyptalandi.  En Jakob sendi ekki Benjamín+ bróður Jósefs með bræðrum sínum því að hann sagði: „Hann gæti orðið fyrir slysi og dáið.“+  Synir Ísraels voru þannig meðal allra þeirra sem komu til að kaupa korn í Egyptalandi því að hungursneyðin hafði náð til Kanaanslands.+  En Jósef hélt um stjórnartaumana í landinu+ og það var hann sem seldi fólki alls staðar að úr heiminum korn.+ Bræður Jósefs komu til hans, beygðu sig fyrir honum og lutu höfði til jarðar.+  Jósef þekkti bræður sína um leið og hann sá þá en lét eins og hann þekkti þá ekki+ og var hranalegur við þá. „Hvaðan komið þið?“ spurði hann. „Frá Kanaanslandi til að kaupa vistir,“+ svöruðu þeir.  Jósef þekkti bræður sína en þeir þekktu hann ekki.  Nú mundi Jósef eftir draumunum sem hann hafði dreymt um þá+ og sagði: „Þið eruð njósnarar! Þið eruð komnir til að finna veikleika í vörnum landsins!“* 10  „Nei, herra minn,“ svöruðu þeir. „Þjónar þínir eru komnir til að kaupa vistir. 11  Við erum allir synir sama manns og heiðarlegir menn. Þjónar þínir eru ekki njósnarar.“ 12  „Víst eruð þið það!“ svaraði hann. „Þið eruð komnir til að finna veikleika í vörnum landsins!“ 13  Þá sögðu þeir: „Við þjónar þínir erum 12 bræður+ og synir sama manns+ í Kanaanslandi. Yngsti bróðirinn er hjá föður okkar+ en hinn er ekki lengur á meðal okkar.“+ 14  Jósef sagði við þá: „Þið eruð njósnarar eins og ég sagði. 15  Þannig ætla ég að reyna ykkur: Svo sannarlega sem faraó lifir sleppið þið ekki héðan fyrr en yngsti bróðir ykkar kemur hingað.+ 16  Einn ykkar skal fara og sækja bróður ykkar en þið hinir verðið hér í haldi á meðan. Þá kemur í ljós hvort þið segið satt. En ef svo er ekki þá eruð þið njósnarar, svo sannarlega sem faraó lifir.“ 17  Síðan lét hann þá vera í varðhaldi í þrjá daga. 18  Á þriðja degi sagði Jósef við þá: „Gerið eins og ég segi til að halda lífi því að ég óttast Guð. 19  Til að sanna að þið séuð heiðarlegir skal einn ykkar bræðranna verða eftir í fangelsinu en þið hinir megið fara og taka með ykkur korn til heimila ykkar sem þjást af hungri.+ 20  Komið síðan til mín með yngsta bróður ykkar. Þá veit ég að ég get treyst því sem þið segið og þið fáið að halda lífi.“ Þeir gerðu eins og hann sagði. 21  Þeir sögðu hver við annan: „Þetta er refsingin fyrir það sem við gerðum bróður okkar.+ Við sáum hversu örvæntingarfullur hann var þegar hann grátbað okkur um að sýna sér miskunn. En við hlustuðum ekki. Þess vegna erum við nú komnir í þessi vandræði.“ 22  Rúben tók þá til máls og sagði við þá: „Sagði ég ekki við ykkur: ‚Gerið drengnum ekki mein‘?* En þið vilduð ekki hlusta+ og nú þurfum við að svara til saka fyrir blóð hans.“+ 23  Þeir vissu ekki að Jósef skildi þá því að hann talaði við þá með aðstoð túlks. 24  Þá fór Jósef afsíðis og grét.+ Síðan sneri hann aftur til þeirra og talaði við þá, tók Símeon+ frá þeim og batt hann fyrir augum þeirra.+ 25  Því næst gaf hann fyrirmæli um að fylla sekki þeirra af korni, skila peningum hvers og eins þeirra í sekk hans og gefa þeim nesti fyrir ferðina og það var gert. 26  Þeir settu kornið á asna sína og lögðu af stað. 27  Þegar þeir komu á gististað nokkurn opnaði einn þeirra sekk sinn til að fóðra asnann og sá þá peninga sína liggja efst í pokanum. 28  „Einhver hefur skilað peningunum mínum!“ sagði hann við bræður sína. „Þeir liggja hér í pokanum!“ Þeir urðu hræddir og litu skjálfandi hver á annan. „Hvers vegna hefur Guð gert okkur þetta?“ sögðu þeir. 29  Þegar þeir komu til Jakobs föður síns í Kanaanslandi sögðu þeir honum frá öllu sem þeir höfðu lent í: 30  „Landsherrann talaði hranalega við okkur+ og sakaði okkur um njósnir í landinu. 31  En við sögðum við hann: ‚Við erum heiðarlegir menn en ekki njósnarar.+ 32  Við erum 12 bræður,+ synir sama föður. Einn er ekki lengur á meðal okkar+ og sá yngsti er nú hjá föður okkar í Kanaanslandi.‘+ 33  En landsherrann sagði við okkur: ‚Þannig kemst ég að raun um hvort þið eruð heiðarlegir: Einn ykkar bræðranna skal verða eftir hjá mér.+ Þið hinir skuluð taka korn handa hungruðu heimilisfólki ykkar og halda af stað.+ 34  Komið síðan með yngsta bróður ykkar til mín svo að ég sjái að þið eruð ekki njósnarar heldur heiðarlegir menn. Þá skila ég bróður ykkar aftur og ykkur verður frjálst að eiga viðskipti í landinu.‘“ 35  Þegar þeir tæmdu úr sekkjum sínum fundu þeir hver og einn peningapyngju sína í sekkjunum. Bæði þeir og faðir þeirra urðu hræddir þegar þeir sáu pyngjurnar. 36  „Þið gerið mig barnlausan!“+ hrópaði Jakob faðir þeirra. „Jósef er horfinn,+ Símeon er horfinn+ og nú viljið þið taka Benjamín! Það er ég sem þarf að þola allt þetta!“ 37  Þá sagði Rúben við föður sinn: „Þú mátt deyða báða syni mína ef ég færi þér hann ekki aftur.+ Treystu mér fyrir honum. Ég kem með hann aftur til þín.“+ 38  En hann svaraði: „Sonur minn fer ekki með ykkur því að bróðir hans er dáinn og hann er einn eftir.+ Ef hann yrði fyrir slysi á leiðinni og dæi mynduð þið senda gráar hærur mínar með harmi niður í gröfina.“*+

Neðanmáls

Eða „sjá hversu berskjaldað landið er“.
Orðrétt „Syndgið ekki gegn drengnum“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.