Fyrra bréfið til Korintumanna 5:1–13
5 Fullyrt er að kynferðislegt siðleysi*+ eigi sér stað á meðal ykkar, og það slíkt siðleysi* sem viðgengst ekki einu sinni meðal þjóðanna – að maður býr með* konu föður síns.+
2 Eruð þið stolt af því? Ættuð þið ekki frekar að harma það+ og vísa manninum sem hefur gert þetta úr ykkar hópi?+
3 Þó að ég sé fjarverandi að líkamanum til er ég nærverandi í anda og ég hef þegar dæmt manninn sem gerði þetta, rétt eins og ég væri hjá ykkur.
4 Þegar þið komið saman í nafni Drottins okkar Jesú og vitið að ég er með ykkur í anda ásamt krafti Drottins okkar Jesú
5 skuluð þið gefa slíkan mann Satan á vald+ til að uppræta skaðleg áhrif hans* þannig að andinn* varðveitist á degi Drottins.+
6 Þið hafið enga ástæðu til að hreykja ykkur. Vitið þið ekki að lítið súrdeig gerjar* allt deigið?+
7 Hreinsið burt gamla súrdeigið svo að þið séuð nýtt deig. Þið eruð ósýrð því að Kristi, páskalambi okkar,+ hefur verið fórnað.+
8 Höldum því hátíðina,+ hvorki með gömlu súrdeigi né súrdeigi vonsku og illsku heldur með ósýrðu brauði einlægni og sannleika.
9 Ég skrifaði ykkur í bréfi mínu að þið skylduð hætta að umgangast kynferðislega siðlaust fólk.*
10 Þar átti ég ekki við kynferðislega siðlaust fólk* í heiminum yfirleitt+ eða ágjarna, ræningja eða skurðgoðadýrkendur. Þá hefðuð þið hreinlega þurft að yfirgefa heiminn.+
11 En nú skrifa ég ykkur að þið skuluð hætta að umgangast+ nokkurn þann sem kallast bróðir en lifir kynferðislega siðlausu lífi,* er ágjarn,+ skurðgoðadýrkandi, lastmáll,* drykkjumaður+ eða ræningi.+ Þið skuluð ekki einu sinni borða með slíkum manni.
12 Er það mitt að dæma þá sem eru utan safnaðarins? Dæmið þið ekki þá sem eru í söfnuðinum
13 og Guð þá sem eru fyrir utan?+ „Vísið hinum vonda úr ykkar hópi.“+
Neðanmáls
^ Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
^ Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
^ Eða „hefur tekið sér“.
^ Orðrétt „útrýma holdinu“.
^ Það er, andi safnaðarins.
^ Eða „sýrir“.
^ Sjá orðaskýringar, „kynferðislegt siðleysi“.
^ Sjá orðaskýringar, „kynferðislegt siðleysi“.
^ Sjá orðaskýringar, „kynferðislegt siðleysi“.
^ Eða „úthúðar öðrum“.