Fyrri Konungabók 6:1–38

  • Salómon reisir musterið (1–38)

    • Innsta herbergið (19–22)

    • Kerúbarnir (23–28)

    • Útskurður, hurðir, innri forgarður (29–36)

    • Musterið fullgert á um sjö árum (37, 38)

6  Á 480. árinu eftir að Ísraelsmenn fóru frá Egyptalandi,+ á fjórða árinu eftir að Salómon varð konungur yfir Ísrael, í mánuðinum sív*+ (það er öðrum mánuðinum), hófst hann handa við að byggja hús Jehóva.*+  Húsið* sem Salómon konungur reisti handa Jehóva var 60 álnir* á lengd, 20 álnir á breidd og 30 álnir á hæð.+  Forsalurinn+ fyrir framan hið heilaga* var 20 álnir á breidd, jafn breiður og húsið, og lengd hans var tíu álnir, mæld frá framhlið hússins.  Hann setti glugga á húsið með víkkandi opi.+  Hann reisti einnig viðbyggingu með hliðarherbergjum meðfram veggjum hússins+ sem náði í kringum hið heilaga* og innsta herbergið.+  Hliðarherbergin á neðstu hæðinni voru fimm álnir á breidd, á miðhæðinni sex álnir á breidd og á efstu hæðinni sjö álnir. Hann hafði reist veggina allt í kringum húsið í stöllum til að ekki þyrfti að festa burðarbita í þá.+  Húsið var byggt úr steinum sem höfðu verið höggnir til í grjótnámunni.+ Þess vegna heyrðist hvorki í hamri, öxi né nokkru öðru járnverkfæri meðan á byggingunni stóð.  Inngangurinn að neðstu hliðarherbergjunum var á suðurhlið* hússins.+ Hringstigi var upp á miðhæðina og frá miðhæðinni upp á efstu hæð.  Salómon hélt framkvæmdunum áfram þar til hann lauk við að reisa húsið.+ Hann setti á það þak úr bjálkum og þiljum sem voru úr sedrusviði.+ 10  Hann reisti hliðarherbergin allt í kringum húsið.+ Þau voru öll fimm álnir á hæð og tengd við húsið með sedrusviði. 11  Orð Jehóva kom til Salómons: 12  „Ef þú heldur ákvæði mín, ferð eftir fyrirmælum mínum og hlýðir öllum boðorðum mínum með því að lifa í samræmi við þau+ mun ég efna við þig loforðið sem ég gaf Davíð föður þínum+ um húsið sem þú ert að byggja. 13  Ég mun búa mitt á meðal Ísraelsmanna+ og ekki yfirgefa þjóð mína, Ísrael.“+ 14  Salómon lagði nú lokahönd á húsið. 15  Hann klæddi veggina að innan með sedrusviði frá gólfi og upp að þaksperrum og lagði gólfið einiviði.+ 16  Innst í húsinu gerði hann herbergi sem var 20 álnir á lengd og afmarkaði það með sedrusviði frá gólfi og upp að þaksperrum. Þetta var innsta herbergið,+ hið allra helgasta.+ 17  Fyrir framan það var hið heilaga,*+ 40 álnir á lengd. 18  Sedrusviðurinn inni í húsinu var útskorinn með graskerum+ og útsprungnum blómum.+ Allt var klætt sedrusviði, hvergi sást í stein. 19  Hann útbjó innsta herbergi+ hússins til að koma þar fyrir sáttmálsörk Jehóva.+ 20  Innsta herbergið var 20 álnir á lengd, 20 álnir á breidd og 20 álnir á hæð.+ Hann lagði það hreinu gulli og klæddi altarið+ sedrusviði. 21  Salómon klæddi húsið að innan með hreinu gulli+ og setti gullkeðjur fyrir framan innsta herbergið+ sem hann hafði lagt gulli. 22  Hann klæddi allt húsið gulli í hólf og gólf. Hann lagði líka gulli allt altarið+ sem stóð við innsta herbergið. 23  Í innsta herberginu gerði hann tvo kerúba+ úr furu,* tíu álna háa.+ 24  Vængir annars kerúbsins voru hvor um sig fimm álnir og vænghafið því tíu álnir. 25  Hinn kerúbinn var líka tíu álnir. Kerúbarnir voru jafn stórir og eins að lögun. 26  Annar kerúbinn var tíu álnir á hæð og hinn var jafn hár. 27  Hann kom kerúbunum+ fyrir í innsta herberginu. Þeir voru með þanda vængi svo að vængur annars þeirra snerti annan vegginn en vængur hins snerti hinn vegginn. Vængirnir sem sneru að miðju herberginu snertu hvor annan. 28  Hann lagði kerúbana gulli. 29  Hann skar út myndir af kerúbum,+ pálmum+ og útsprungnum blómum+ á alla veggi hússins, hringinn í kring, bæði í innra herberginu og því ytra.* 30  Og hann lagði gólf hússins gulli, bæði í innra herberginu og því ytra. 31  Fyrir innsta herbergið gerði hann vængjahurð úr furu ásamt hliðarsúlum og dyrastöfum sem fimmta hluta.* 32  Á báða hurðarvængina, sem voru úr furu, skar hann út kerúba, pálma og útsprungin blóm. Síðan lagði hann þá gulli og hamraði það yfir kerúbunum og pálmunum. 33  Við inngang hins heilaga* gerði hann á sama hátt dyrastafi úr furu sem tilheyrðu fjórða hluta.* 34  Og hann gerði vængjahurð úr einiviði. Hvor hurðarvængurinn var úr tveim hlutum sem snerust á hjörum.+ 35  Hann skar út kerúba, pálma og útsprungin blóm og þakti útskurðinn með gullþynnu. 36  Hann reisti múrinn í kringum innri forgarðinn+ úr þrem lögum af tilhöggnum steinum og einu lagi af sedrusbjálkum.+ 37  Á fjórða árinu, í sívmánuði,* var grunnurinn að húsi Jehóva lagður.+ 38  Og á ellefta árinu, í mánuðinum búl* (það er áttunda mánuðinum), var húsið fullgert að öllu leyti í samræmi við það sem hafði verið ákveðið.+ Það tók hann því sjö ár að byggja það.

Neðanmáls

Það er, hið heilaga og hið allra helgasta.
Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „musteri hússins“.
Orðrétt „musterið“.
Orðrétt „hægri hlið“.
Orðrétt „musterið“.
Orðrétt „olíuviði“, hugsanlega aleppófuru.
Orðrétt „að innan og utan“.
Vísar hugsanlega til smíði dyrakarmsins eða stærðar dyranna.
Orðrétt „musterisins“.
Vísar hugsanlega til smíði dyrakarmsins eða stærðar dyranna.