Sakaría 5:1–11

  • 6. sýn: Bókrolla á flugi (1–4)

  • 7. sýn: Efukerið (5–11)

    • Kona í kerinu, kölluð Illskan (8)

    • Kerið flutt til Sínear (9–11)

5  Ég leit aftur upp og sá bókrollu á flugi.  Hann spurði mig: „Hvað sérðu?“ Ég svaraði: „Ég sé bókrollu á flugi, 20 álna* langa og 10 álna breiða.“  Þá sagði hann við mig: „Þetta er bölvunin sem leggst yfir alla jörðina því að öllum sem stela+ er órefsað eins og stendur öðrum megin á henni og öllum sem sverja eið+ er órefsað eins og stendur hinum megin.  ‚Ég hef sent hana,‘ segir Jehóva hersveitanna, ‚og hún fer inn í hús þjófsins og hús þess sem sver falskan eið í mínu nafni. Hún verður um kyrrt í því húsi og eyðir því, bæði tréverki þess og steinum.‘“  Engillinn sem talaði við mig gekk nú fram og sagði: „Líttu upp og sjáðu hvað nálgast núna.“  „Hvað er þetta?“ spurði ég. „Þetta er efukerið,“* svaraði hann og hélt áfram: „Svona lítur þetta fólk út um alla jörð.“  Ég sá að kringlóttu blýlokinu var lyft af kerinu og kona sat ofan í því.  „Þetta er Illskan,“ sagði hann. Síðan ýtti hann henni aftur ofan í efukerið og setti blýlokið yfir.  Nú leit ég upp og sá tvær konur koma svífandi í vindinum. Þær voru með vængi eins og storkar. Þær lyftu kerinu upp og svifu með það milli himins og jarðar. 10  Ég spurði engilinn sem talaði við mig: „Hvert eru þær að fara með efukerið?“ 11  Hann svaraði: „Til Sínearlands*+ til að byggja hús handa konunni. Og þegar það er tilbúið verður henni komið fyrir þar á sínum rétta stað.“

Neðanmáls

Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „efan“. Hér er átt við ker eða körfu til að mæla efu. Efa jafngilti 22 l. Sjá viðauka B14.
Það er, Babýloníu.