Sakaría 5:1–11
5 Ég leit aftur upp og sá bókrollu á flugi.
2 Hann spurði mig: „Hvað sérðu?“
Ég svaraði: „Ég sé bókrollu á flugi, 20 álna* langa og 10 álna breiða.“
3 Þá sagði hann við mig: „Þetta er bölvunin sem leggst yfir alla jörðina því að öllum sem stela+ er órefsað eins og stendur öðrum megin á henni og öllum sem sverja eið+ er órefsað eins og stendur hinum megin.
4 ‚Ég hef sent hana,‘ segir Jehóva hersveitanna, ‚og hún fer inn í hús þjófsins og hús þess sem sver falskan eið í mínu nafni. Hún verður um kyrrt í því húsi og eyðir því, bæði tréverki þess og steinum.‘“
5 Engillinn sem talaði við mig gekk nú fram og sagði: „Líttu upp og sjáðu hvað nálgast núna.“
6 „Hvað er þetta?“ spurði ég.
„Þetta er efukerið,“* svaraði hann og hélt áfram: „Svona lítur þetta fólk út um alla jörð.“
7 Ég sá að kringlóttu blýlokinu var lyft af kerinu og kona sat ofan í því.
8 „Þetta er Illskan,“ sagði hann. Síðan ýtti hann henni aftur ofan í efukerið og setti blýlokið yfir.
9 Nú leit ég upp og sá tvær konur koma svífandi í vindinum. Þær voru með vængi eins og storkar. Þær lyftu kerinu upp og svifu með það milli himins og jarðar.
10 Ég spurði engilinn sem talaði við mig: „Hvert eru þær að fara með efukerið?“
11 Hann svaraði: „Til Sínearlands*+ til að byggja hús handa konunni. Og þegar það er tilbúið verður henni komið fyrir þar á sínum rétta stað.“
Neðanmáls
^ Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
^ Orðrétt „efan“. Hér er átt við ker eða körfu til að mæla efu. Efa jafngilti 22 l. Sjá viðauka B14.
^ Það er, Babýloníu.