Sálmur 10:1–18

  • Jehóva kemur varnarlausum til hjálpar

    • Hinn illi hugsar: „Guð er ekki til“ (4)

    • Hinn varnarlausi snýr sér til Jehóva (14)

    • „Jehóva er konungur um alla eilífð“ (16)

ל [lamed] 10  Hvers vegna stendurðu fjarri, Jehóva? Hvers vegna felurðu þig á neyðartímum?+   Illmennið eltir hinn hrjáða í hroka sínum+en flækist í eigin ráðabruggi.+   Hinn illi gortar af eigingjörnum löngunum sínum+og blessar hinn gráðuga.* נ [nún] Hann vanvirðir Jehóva.   Hinn illi er of stoltur til að spyrja nokkursog hugsar með sér: „Guð er ekki til.“+   Honum gengur allt í haginn+en dómar þínir eru ofar skilningi hans.+ Hann hæðist að* öllum andstæðingum sínum.   Hann segir í hjarta sínu: „Ekkert getur stöðvað mig,*ógæfa mun aldrei henda mig.“*+ פ [pe]   Munnur hans er fullur bölvana, lyga og hótana,+undir tungu hans eru illindi og særandi orð.+   Hann liggur í launsátri hjá þorpunum,kemur úr felum til að drepa hinn saklausa.+ ע [ajin] Augu hans skima eftir varnarlausu fórnarlambi.+   Hann liggur í leynum eins og ljón í bæli sínu,*+bíður færis að hremma hinn hrjáða. Hann lokar neti sínu og fangar hann.+ 10  Fórnarlambið bíður lægri hlut og hnígur niður,hinir varnarlausu falla fyrir klóm hans. 11  Hann segir í hjarta sínu: „Guð hefur gleymt+og snúið sér* undan,hann tekur ekki eftir neinu.“+ ק [qóf] 12  Rístu upp, Jehóva.+ Lyftu hendi þinni, Guð.+ Gleymdu ekki hinum hrjáðu.+ 13  Hvers vegna hefur hinn illi vanvirt Guð? Hann segir í hjarta sínu: „Þú dregur mig ekki til ábyrgðar.“ ר [res] 14  En eymd og angist fer ekki fram hjá þér,þú fylgist með og tekur málið í þínar hendur.+ Varnarlaust fórnarlambið snýr sér til þín+og þú kemur föðurlausu barni* til bjargar.+ ש [shin] 15  Brjóttu handlegg hins vonda og illa manns+svo að þú finnir ekki illsku hansþó að þú leitir hennar. 16  Jehóva er konungur um alla eilífð,+þjóðirnar eru horfnar af jörðinni.+ ת [tá] 17  En þú, Jehóva, heyrir bænir auðmjúkra,+þú styrkir hjörtu þeirra+ og hlustar af athygli.+ 18  Þú lætur föðurlausa og þjakaða ná rétti sínum+svo að dauðlegir menn hér á jörð hræði þá ekki framar.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „hinn gráðugi blessar sjálfan sig“.
Eða „blæs á“.
Eða „Ég hrasa aldrei“.
Eða „kynslóð eftir kynslóð hendir mig engin ógæfa“.
Eða „runna“.
Orðrétt „augliti sínu“.
Eða „munaðarleysingjanum“.