Jeremía 8:1–22

  • Fólkið fylgir fjöldanum (1–7)

  • Engin viska án orðs Jehóva (8–17)

  • Jeremía miður sín yfir hruni Júda (18–22)

    • „Er ekkert balsam í Gíleað?“ (22)

8  „Á þeim tíma,“ segir Jehóva, „verða bein Júdakonunga, bein höfðingjanna, bein prestanna, bein spámannanna og bein Jerúsalembúa tekin úr gröfum þeirra.  Þeim verður dreift móti sólinni og tunglinu og öllum her himinsins sem þeir elskuðu, þjónuðu og fylgdu, leituðu til og féllu fram fyrir.+ Menn safna þeim hvorki saman né grafa þau. Þau verða að áburði fyrir jarðveginn.“+  „Allir sem lifa af og verða eftir af þessari illu þjóð munu kjósa dauðann frekar en lífið á öllum þeim stöðum sem ég læt þá hrökklast til,“ segir Jehóva hersveitanna.  „Þú skalt segja við þá: ‚Þetta segir Jehóva: „Standa menn ekki upp aftur ef þeir falla? Ef einhver snýr við, snýr þá ekki annar líka við?   Hvers vegna vilja Jerúsalembúar ekki láta af ótrúmennsku sinni? Þeir halda fast við svik,neita að snúa við.+   Ég tók eftir og hlustaði en það sem þeir sögðu var ekki satt. Ekki einn einasti iðraðist illsku sinnar eða spurði: ‚Hvað hef ég gert?‘+ Allir halda áfram að fylgja fjöldanum eins og hestur sem geysist fram til bardaga.   Jafnvel storkurinn í loftinu þekkir sínar ákveðnu tíðir,turtildúfan, svölungurinn og þrösturinn* snúa aftur á réttum tíma. En þjóð mín veit ekki hvenær Jehóva dæmir.“‘+   ‚Hvernig getið þið sagt: „Við erum vitrir og við höfum lög* Jehóva“? Raunin er sú að lygapenni*+ fræðimannanna* er aðeins notaður til að skrifa lygar.   Hinir vitru hafa orðið sér til skammar,+þeir skelfast og verða fangaðir. Þeir hafa hafnað orði Jehóva,hvaða visku hafa þeir þá? 10  Þess vegna gef ég öðrum mönnum eiginkonur þeirraog akra þeirra fæ ég í hendur nýjum eigendum+því að allir afla sér rangfengins gróða, jafnt háir sem lágir,+allir svíkja og pretta, jafnt spámenn sem prestar.+ 11  Þeir reyna að lækna sár* dótturinnar, þjóðar minnar, með auðveldum* hætti og segja: „Það er friður! Það er friður!“ þegar enginn friður er.+ 12  Skammast þeir sín fyrir viðbjóðslega hegðun sína? Þeir skammast sín ekki neitt! Þeir vita ekki einu sinni hvað það er að finna til skammar.+ Þess vegna falla þeir með þeim sem falla,þeir hrasa þegar ég refsa þeim,‘+ segir Jehóva. 13  ‚Þegar ég safna þeim saman mun ég eyða þeim,‘ segir Jehóva. ‚Engin vínber verða eftir á vínviðnum, engar fíkjur á fíkjutrénu og laufin visna. Þeir glata öllu sem ég gaf þeim.‘“ 14  „Af hverju sitjum við hér? Söfnumst saman, förum inn í víggirtu borgirnar+ og deyjum þar. Jehóva Guð okkar gerir út af við okkurog gefur okkur eitrað vatn að drekka+af því að við höfum syndgað gegn Jehóva. 15  Við vonuðumst eftir friði en ekkert gott kom,lækningartíma en skelfing hefur gripið um sig!+ 16  Frá Dan heyrist frýsið í hestum hans. Þegar stríðshestar hans hneggjanötrar allt landið. Þeir koma og gleypa í sig landið og allt sem í því er,borgina og íbúa hennar.“ 17  „Ég sendi höggorma gegn ykkur,eiturslöngur sem ekki er hægt að temja,*og þeir munu bíta ykkur,“ segir Jehóva. 18  Sorg mín er ólæknandi,hjarta mitt sjúkt. 19  Frá fjarlægu landi heyrist neyðarópdótturinnar, þjóðar minnar: „Er Jehóva ekki í Síon? Er konungur hennar ekki þar?“ „Hvers vegna hefur fólkið misboðið mér með skurðgoðum sínum,með einskis nýtum útlendum guðum sínum?“ 20  „Uppskeran er liðin, sumarið á enda,en okkur hefur ekki verið bjargað!“ 21  Ég er niðurbrotinn yfir hruni dótturinnar, þjóðar minnar.+ Ég er miður mín,gripinn skelfingu. 22  Er ekkert balsam* í Gíleað?+ Er enginn læknir þar?+ Af hverju er dóttirin, þjóð mín, ekki orðin heil heilsu?+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „tranan“.
Eða „fræðslu; leiðsögn“.
Eða „lygagriffill“.
Eða „ritaranna“.
Eða „beinbrot“.
Eða „yfirborðslegum“.
Eða „sem særingar vinna ekki á“.
Eða „græðandi smyrsl“.