Jeremía 13:1–27

  • Ónýta línbeltið (1–11)

  • Vínkrukkur mölvaðar (12–14)

  • Óforbetranlegir Júdamenn fluttir í útlegð (15–27)

    • „Getur Kúsíti breytt húðlit sínum?“ (23)

13  Jehóva sagði við mig: „Farðu og kauptu þér línbelti og bittu það um mittið en dýfðu því ekki í vatn.“  Ég keypti því belti eins og Jehóva hafði sagt og batt það um mittið.  Þá kom orð Jehóva til mín í annað sinn:  „Taktu beltið sem þú keyptir og hefur um þig og leggðu af stað til Efrat. Feldu það þar í klettaskoru.“  Ég fór þá og faldi það við Efrat eins og Jehóva hafði beðið mig um.  En löngu seinna* sagði Jehóva við mig: „Leggðu af stað til Efrat og sæktu beltið sem ég sagði þér að fela þar.“  Ég fór þá að Efrat, gróf upp beltið og tók það þaðan sem ég hafði falið það. Ég sá að beltið var ónýtt, algerlega ónothæft.  Þá kom orð Jehóva til mín:  „Jehóva segir: ‚Á sama hátt mun ég eyða hroka Júda og hinum gífurlega hroka Jerúsalem.+ 10  Þessi vonda þjóð vill ekki hlýða mér+ heldur fylgir sínu þrjóska hjarta,+ eltir aðra guði, þjónar þeim og fellur fram fyrir þeim. Hún verður eins og þetta belti sem er algerlega ónothæft.‘ 11  ‚Eins og belti liggur þétt um mitti mannsins þannig lét ég alla Ísraelsmenn og alla Júdamenn bindast mér nánum böndum,‘ segir Jehóva. ‚Þeir áttu að vera fólk mitt,+ mér til frægðar, lofs og prýði.+ En þeir hlýddu ekki.‘+ 12  Segðu við þá: ‚Jehóva Guð Ísraels segir: „Allar stórar krukkur skulu fylltar víni.“‘ Þeir munu svara þér: ‚Heldurðu að við vitum ekki að allar stórar krukkur eiga að vera fylltar víni?‘ 13  Segðu þá við þá: ‚Jehóva segir: „Ég ætla að fylla alla íbúa þessa lands svo að þeir verði drukknir,+ konungana sem sitja í hásæti Davíðs, prestana og spámennina og alla Jerúsalembúa. 14  Ég mölva þá hvern með öðrum, jafnt feður sem syni,“ segir Jehóva.+ „Ég mun hvorki finna til með þeim, vorkenna þeim né sýna þeim nokkra miskunn. Ekkert getur komið í veg fyrir að ég eyði þeim.“‘+ 15  Hlustið og takið eftir. Verið ekki hrokafull því að Jehóva hefur talað. 16  Gefið Jehóva Guði ykkar dýrðinaáður en hann lætur myrkrið færast yfirog áður en þið hrasið í rökkrinu á fjöllunum. Þið vonist eftir ljósien hann breytir því í niðdimmu,gerir það að svartamyrkri.+ 17  Ef þið hlustið ekkimun ég gráta í leyni yfir hroka ykkar. Ég mun fella mörg tár, já, augu mín munu flóa í tárum,+því að hjörð Jehóva+ verður tekin til fanga. 18  Segðu við konunginn og konungsmóðurina:+ ‚Setjist í óæðri sætiþví að fögur kórónan mun falla af höfðum ykkar.‘ 19  Borgirnar í suðri eru lokaðar* og enginn er til að opna þær. Allir Júdamenn hafa verið fluttir í útlegð, fluttir burt allir sem einn.+ 20  Líttu upp og sjáðu þá sem koma úr norðri.+ Hvar er hjörðin sem þér var gefin, fallegu sauðirnir?+ 21  Hvað ætlarðu að segja þegar þú hlýtur refsinguaf hendi þeirra sem þú hefur alltaf talið nána vini þína?+ Færðu þá ekki hríðir eins og kona í barnsburði?+ 22  Og þegar þú hugsar með þér: ‚Hvers vegna kemur þetta fyrir mig?‘+ þá skaltu vita að vegna þinnar miklu syndar hefur pilsið verið rifið af þér+og hælar þínir þolað illa meðferð. 23  Getur Kúsíti* breytt húðlit sínum eða hlébarði blettum sínum?+ Ef svo væri gætuð þið líka gert gott,þið sem hafið vanist að gera illt. 24  Þess vegna tvístra ég ykkur eins og stráum sem fjúka í eyðimerkurvindinum.+ 25  Þetta er hlutskipti þitt, skammturinn sem ég hef úthlutað þér,“ segir Jehóva,„af því að þú hefur gleymt mér+ og treystir lygum.+ 26  Þess vegna lyfti ég pilsi þínu yfir andlit þittsvo að blygðun þín verði bersýnileg,+ 27  hjúskaparbrot þín+ og losti,*þitt viðurstyggilega* vændi. Ég hef séð hversu viðbjóðslega þú hegðar þérá hæðunum og úti á víðavangi.+ Þú ert aumkunarverð, Jerúsalem! Hve lengi ætlarðu að vera óhrein?“+

Neðanmáls

Orðrétt „mörgum dögum seinna“.
Eða „umsetnar“.
Eða „Eþíópíumaður“.
Eða „lostafullt hnegg“.
Eða „skammarlega“.