Fjórða Mósebók 4:1–49
4 Jehóva sagði nú við Móse og Aron:
2 „Teljið Kahatítana+ meðal sona Leví eftir ættum þeirra og ættfeðrum,
3 alla sem eru milli þrítugs+ og fimmtugs+ og eru í hópnum sem er falið að starfa í samfundatjaldinu.+
4 Þetta er þjónusta Kahatíta í samfundatjaldinu+ og hún er háheilög:
5 Þegar búðirnar eru teknar upp eiga Aron og synir hans að ganga inn, taka niður fortjaldið+ og breiða það yfir örk vitnisburðarins.+
6 Þeir eiga að leggja ábreiðu úr selskinni ofan á það, breiða síðan bláan dúk yfir og koma burðarstöngunum+ fyrir.
7 Þeir eiga einnig að breiða bláan dúk yfir borð skoðunarbrauðanna+ og setja á það fötin, bikarana, skálarnar og drykkjarfórnarkönnurnar.+ Brauðið+ sem fórnað er að staðaldri á líka að vera þar.
8 Þeir eiga að breiða skarlatsrauðan dúk yfir þetta, leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og koma burðarstöngunum+ fyrir.
9 Síðan eiga þeir að taka bláan dúk og breiða yfir ljósastikuna+ með lömpum+ hennar, ljósaskærum,* eldpönnum+ og öllum ílátum fyrir ljósaolíuna.
10 Þeir eiga að vefja hana og öll áhöld hennar inn í selskinn og setja á börur.
11 Þeir eiga að breiða bláan dúk yfir gullaltarið,+ leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og koma burðarstöngunum+ fyrir.
12 Síðan eiga þeir að taka öll áhöldin+ sem þeir nota við þjónustuna við helgidóminn, vefja þau inn í bláan dúk, leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og setja þau á börur.
13 Þeir eiga að fjarlægja öskuna* af altarinu+ og breiða dúk úr purpuralitri ull yfir það.
14 Þar ofan á eiga þeir að leggja öll áhöldin sem þeir nota þegar þeir þjóna við altarið: eldpönnurnar, gafflana, skóflurnar og skálarnar, öll áhöld altarisins.+ Þeir eiga að leggja ábreiðu úr selskinni ofan á og koma burðarstöngunum+ fyrir.
15 Aron og synir hans skulu ljúka við að breiða yfir allt sem tilheyrir helgidóminum+ og allan búnað helgidómsins áður en Ísraelsmenn leggja af stað. Síðan eiga Kahatítarnir að koma til að bera það+ en þeir mega ekki snerta það sem tilheyrir helgidóminum því að þá deyja þeir.+ Þetta er ábyrgð* Kahatíta hvað samfundatjaldið varðar.
16 Eleasar,+ sonur Arons prests, hefur umsjón með ljósaolíunni,+ ilmreykelsinu,+ hinni reglubundnu kornfórn og smurningarolíunni.+ Hann hefur umsjón með allri tjaldbúðinni og öllu sem er í henni, þar á meðal helgidóminum og áhöldum hans.“
17 Jehóva sagði einnig við Móse og Aron:
18 „Látið ekki tortíma ætt Kahatíta+ úr hópi Levítanna.
19 Gerið eftirfarandi fyrir þá til að þeir haldi lífi og deyi ekki þegar þeir koma nálægt hinu háheilaga.+ Aron og synir hans skulu ganga inn og fela hverjum og einum verkefni og sýna þeim hvað þeir eiga að bera.
20 Kahatítarnir mega ekki ganga inn og sjá það sem er heilagt, ekki eitt augnablik, því að þá deyja þeir.“+
21 Síðan sagði Jehóva við Móse:
22 „Teldu Gersonítana+ eftir ættfeðrum þeirra og ættum.
23 Þú átt að skrásetja alla sem eru milli þrítugs og fimmtugs og eru í hópnum sem er falið að þjóna í samfundatjaldinu.
24 Þetta er það sem ættum Gersoníta er falið að bera og annast:+
25 Þeir eiga að bera tjalddúka tjaldbúðarinnar,+ dúka samfundatjaldsins, innra yfirtjald hennar og yfirtjaldið úr selskinnum sem er lagt yfir það,+ forhengið fyrir inngangi samfundatjaldsins,+
26 tjöldin kringum forgarðinn,+ forhengið fyrir inngangi forgarðsins+ sem er kringum tjaldbúðina og altarið, stögin og öll áhöldin og allt sem er notað við þjónustuna. Það er verkefni þeirra.
27 Aron og synir hans skulu hafa umsjón með allri þjónustu Gersonítanna+ og því sem þeir bera. Þið skuluð fela þeim þá ábyrgð að bera allt þetta.
28 Þetta er sú þjónusta sem ættir Gersoníta eiga að inna af hendi í samfundatjaldinu.+ Þeir eiga að starfa undir stjórn Ítamars,+ sonar Arons prests.
29 Skrásettu Meraríta+ eftir ættum þeirra og ættfeðrum.
30 Þú átt að skrásetja þá sem eru milli þrítugs og fimmtugs, alla í hópnum sem er falið að þjóna við samfundatjaldið.
31 Þetta er það sem þeir eiga að sjá um að bera+ í þjónustu sinni við samfundatjaldið: veggramma+ tjaldbúðarinnar, þverslár+ hennar, súlur+ og undirstöðuplötur,+
32 súlurnar+ kringum forgarðinn, undirstöðuplöturnar,+ tjaldhælana+ og stögin ásamt öllum tilheyrandi búnaði og öllu sem er notað við þjónustuna þar. Þið skuluð úthluta hverjum og einum þeim búnaði sem hann á að bera.
33 Þetta er sú þjónusta sem ættir Meraríta+ eiga að inna af hendi við samfundatjaldið undir stjórn Ítamars, sonar Arons prests.“+
34 Móse, Aron og höfðingjar+ safnaðarins skrásettu þá Kahatítana+ eftir ættum þeirra og ættfeðrum,
35 alla sem voru milli þrítugs og fimmtugs og voru í hópnum sem var falið að starfa við samfundatjaldið.+
36 Samtals voru skrásettir 2.750 eftir ættum sínum.+
37 Þetta eru þeir sem voru skrásettir af ættum Kahatíta, allir þeir sem þjónuðu við samfundatjaldið. Móse og Aron skrásettu þá í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse.+
38 Gersonítar+ voru skrásettir eftir ættum sínum og ættfeðrum,
39 allir sem voru milli þrítugs og fimmtugs og voru í hópnum sem var falið að starfa við samfundatjaldið.
40 Samtals voru skrásettir 2.630 eftir ættum sínum og ættfeðrum.+
41 Þetta eru þeir sem voru skrásettir af ættum Gersoníta, allir þeir sem þjónuðu við samfundatjaldið. Móse og Aron létu skrásetja þá eins og Jehóva hafði gefið fyrirmæli um.+
42 Merarítar voru skrásettir eftir ættum sínum og ættfeðrum,
43 allir sem voru milli þrítugs og fimmtugs og voru í hópnum sem var falið að starfa við samfundatjaldið.+
44 Samtals voru skrásettir 3.200 eftir ættum sínum.+
45 Þetta eru þeir sem voru skrásettir af ættum Meraríta og Móse og Aron skrásettu í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse.+
46 Móse, Aron og höfðingjar Ísraels skrásettu alla þessa Levíta eftir ættum þeirra og ættfeðrum.
47 Þeir voru milli þrítugs og fimmtugs og öllum var falið að þjóna við samfundatjaldið og bera það sem tilheyrði því.+
48 Samtals voru skrásettir 8.580.+
49 Þeir voru skrásettir í samræmi við fyrirmæli Jehóva til Móse, hver og einn eftir verkefni sínu og því sem honum var falið að bera. Þeir voru skrásettir eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.
Neðanmáls
^ Eða „töngum“.
^ Eða „fituöskuna“, það er, ösku blandaða fitu fórnardýranna.
^ Orðrétt „byrði“.