Fjórða Mósebók 32:1–42

  • Búseta austan Jórdanar (1–42)

32  Rúbenítar+ og Gaðítar+ áttu mjög mikið búfé og þeir sáu að land Jasers+ og Gíleaðs var gott búfjárland.  Gaðítar og Rúbenítar komu þá að máli við Móse, Eleasar prest og höfðingja fólksins og sögðu:  „Atarót, Díbon, Jaser, Nimra, Hesbon,+ Eleale, Sebam, Nebó+ og Beón,+  landið sem Jehóva vann frammi fyrir söfnuði Ísraels,+ er gott búfjárland og þjónar þínir eiga mikið búfé.“+  Þeir héldu áfram: „Ef þú hefur velþóknun á okkur gefðu þá þjónum þínum þetta land til eignar. Neyddu okkur ekki til að fara yfir Jórdan.“  Móse svaraði Gaðítum og Rúbenítum: „Ætlið þið að halda kyrru fyrir hér meðan bræður ykkar fara í stríð?  Hvers vegna ætlið þið að draga kjark úr Ísraelsmönnum og letja þá að fara yfir Jórdan og inn í landið sem Jehóva ætlar að gefa þeim?  Það var það sem feður ykkar gerðu þegar ég sendi þá frá Kades Barnea til að kanna landið.+  Þeir fóru upp í Eskoldal+ og könnuðu landið en síðan drógu þeir kjark úr Ísraelsmönnum svo að þeir þorðu ekki að fara inn í landið sem Jehóva ætlaði að gefa þeim.+ 10  Reiði Jehóva blossaði upp þann dag svo að hann sór og sagði:+ 11  ‚Enginn þeirra manna sem fór frá Egyptalandi og er 20 ára eða eldri fær að sjá landið+ sem ég sór að gefa Abraham, Ísak og Jakobi+ því að þeir fylgdu mér ekki heils hugar, 12  enginn nema Kaleb+ Jefúnneson Kenisíti og Jósúa+ Núnsson því að þeir fylgdu Jehóva af öllu hjarta.‘+ 13  Reiði Jehóva blossaði upp gegn Ísraelsmönnum og hann lét þá reika um óbyggðirnar í 40 ár+ þar til öll kynslóðin sem gerði það sem var illt í augum Jehóva var liðin undir lok.+ 14  Nú hegðið þið ykkur eins og feður ykkar, þið afsprengi syndugra manna, og aukið enn á brennandi reiði Jehóva gegn Ísrael. 15  Ef þið hættið að fylgja honum lætur hann Ísraelsmenn reika enn og aftur um óbyggðirnar, og þið kallið ógæfu yfir allt þetta fólk.“ 16  Þeir komu þá að máli við hann síðar og sögðu: „Leyfðu okkur að reisa steinbyrgi hér fyrir búfé okkar og borgir fyrir börnin. 17  Við skulum samt vera búnir til bardaga+ og fara fyrir Ísraelsmönnum þar til við höfum leitt þá þangað sem þeir eiga að vera. Á meðan geta börnin okkar búið í víggirtu borgunum, varin fyrir íbúum landsins. 18  Við snúum ekki aftur heim fyrr en hver einasti Ísraelsmaður hefur fengið erfðaland sitt.+ 19  Við fáum ekki erfðaland með þeim hinum megin við Jórdan því að við höfum fengið erfðaland okkar austan megin við Jórdan.“+ 20  Móse svaraði þeim: „Ef þið gerið þetta, ef þið búið ykkur til bardaga frammi fyrir Jehóva+ 21  og farið yfir Jórdan frammi fyrir Jehóva þegar hann hrekur burt óvini sína,+ 22  þá megið þið snúa aftur heim+ eftir að landið er unnið frammi fyrir Jehóva+ og þið verðið sýknir saka frammi fyrir Jehóva og Ísrael. Þá verður þetta land eign ykkar frammi fyrir Jehóva.+ 23  En ef þið gerið þetta ekki hafið þið syndgað gegn Jehóva. Þá skuluð þið vita að synd ykkar kemur ykkur í koll. 24  Þið megið sem sagt byggja borgir handa börnum ykkar og byrgi handa skepnum ykkar+ en þið verðið að standa við loforð ykkar.“ 25  Gaðítar og Rúbenítar sögðu við Móse: „Þjónar þínir munu gera eins og þú segir, herra. 26  Börn okkar, konur, búfé og allir nautgripir verða eftir í borgunum í Gíleað+ 27  en þjónar þínir skulu fara yfir Jórdan, hver maður búinn til bardaga frammi fyrir Jehóva,+ eins og þú segir, herra.“ 28  Móse gaf þá Eleasar presti, Jósúa Núnssyni og ættarhöfðingjunum í ættkvíslum Ísraels fyrirmæli um þá. 29  Hann sagði við þá: „Ef Gaðítar og Rúbenítar fara yfir Jórdan með ykkur, hver maður vígbúinn frammi fyrir Jehóva, og þið leggið landið undir ykkur þá skuluð þið gefa þeim Gíleaðland til eignar.+ 30  En ef þeir vígbúast ekki og fara ekki yfir ána með ykkur skulu þeir setjast að í Kanaanslandi með ykkur.“ 31  Gaðítar og Rúbenítar svöruðu þá: „Við skulum gera það sem Jehóva hefur sagt þjónum þínum. 32  Við skulum vígbúast og fara yfir til Kanaanslands frammi fyrir Jehóva+ en erfðaland okkar verður hérna megin við Jórdan.“ 33  Móse gaf þá Gaðítum, Rúbenítum+ og hálfri ættkvísl Manasse+ sonar Jósefs ríki Síhons+ konungs Amoríta og ríki Ógs,+ konungs í Basan. Þeir fengu landið sem tilheyrði borgunum á þessum svæðum og borgirnar í kring. 34  Gaðítar reistu* Díbon,+ Atarót,+ Aróer,+ 35  Aterót Sófan, Jaser,+ Jogbeha,+ 36  Bet Nimra+ og Bet Haran,+ allt víggirtar borgir, og hlóðu steinbyrgi fyrir búféð. 37  Og Rúbenítar reistu Hesbon,+ Eleale,+ Kirjataím,+ 38  Nebó+ og Baal Meon+ (þeir breyttu nöfnum þeirra) og Síbma. Þeir gáfu borgunum sem þeir endurreistu ný nöfn. 39  Afkomendur Makírs+ Manassesonar fóru í herför til Gíleaðs, tóku það og hröktu burt Amorítana sem bjuggu þar. 40  Móse gaf þá afkomendum Makírs Manassesonar Gíleað og þeir settust þar að.+ 41  Jaír, afkomandi Manasse, réðst á tjaldþorpin í Gíleað, tók þau og nefndi þau Havót Jaír.*+ 42  Og Nóba fór í herför og vann Kenat og þorpin sem tilheyrðu henni* og nefndi staðinn Nóba eftir sjálfum sér.

Neðanmáls

Eða „endurreistu“.
Sem þýðir ‚tjaldþorp Jaírs‘.
Eða „þorpin í kring“.