Fjórða Mósebók 17:1–13

  • Stafur Arons blómgast (1–13)

17  Jehóva sagði nú við Móse:  „Segðu Ísraelsmönnum að koma með einn staf frá hverri ættkvísl, frá höfðingja hverrar ættkvíslar,+ alls 12 stafi. Skrifaðu nafn hvers og eins á staf hans.  Skrifaðu nafn Arons á staf Leví því að það á að vera einn stafur fyrir höfðingja hverrar ættkvíslar.  Leggðu stafina fyrir framan örk vitnisburðarins+ í samfundatjaldinu þar sem ég er vanur að birtast ykkur.+  Stafur þess manns sem ég vel+ mun blómgast og ég bind enda á kvartanir Ísraelsmanna sem beinast bæði gegn mér+ og ykkur.“+  Móse talaði þá við Ísraelsmenn og allir höfðingjar þeirra gáfu honum stafi – einn staf fyrir hvern ættarhöfðingja, alls 12 stafi. Stafur Arons var meðal þeirra.  Síðan lagði Móse stafina fram fyrir Jehóva í vitnisburðartjaldinu.  Þegar Móse gekk inn í vitnisburðartjaldið daginn eftir hafði stafur Arons, sem var fyrir ætt Leví, brumað og bar blómhnappa, blóm og þroskaðar möndlur.  Móse tók þá alla stafina sem voru frammi fyrir Jehóva og fór með þá út til Ísraelsmanna svo að þeir sæju þá. Síðan tók hver og einn staf sinn. 10  Jehóva sagði við Móse: „Farðu til baka með staf Arons,+ leggðu hann fyrir framan örk vitnisburðarins og geymdu hann þar. Hann á að vera tákn+ fyrir hina uppreisnargjörnu+ svo að þeir hætti að kvarta undan mér og svo að þeir deyi ekki.“ 11  Móse fylgdi fyrirmælum Jehóva tafarlaust. Hann fylgdi þeim í einu og öllu. 12  Ísraelsmenn sögðu nú við Móse: „Við eigum eftir að deyja, við förumst, við förumst öll! 13  Allir sem koma nálægt tjaldbúð Jehóva deyja!+ Er það svona sem við eigum að deyja?“+

Neðanmáls