Síðari Kroníkubók 24:1–27

  • Stjórnartíð Jóasar (1–3)

  • Jóas gerir upp musterið (4–14)

  • Fráhvarf Jóasar (15–22)

  • Jóas ráðinn af dögum (23–27)

24  Jóas var sjö ára þegar hann varð konungur+ og hann ríkti í 40 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Sibja og var frá Beerseba.+  Jóas gerði það sem var rétt í augum Jehóva allan þann tíma sem Jójada prestur lifði.+  Jójada valdi tvær konur handa honum og hann eignaðist syni og dætur.  Nokkru síðar fann Jóas sterka löngun til að gera upp hús Jehóva.+  Hann kallaði saman prestana og Levítana og sagði við þá: „Farið til borga Júda og safnið peningum frá öllum Ísraelsmönnum til að hægt sé að gera við hús Guðs ykkar+ á hverju ári. Hafið hraðann á.“ En Levítarnir drógu það á langinn.+  Konungur kallaði þá á Jójada yfirprest og spurði:+ „Hvers vegna hefurðu ekki séð til þess að Levítarnir komi með hinn heilaga skatt frá Júda og Jerúsalem? Móse þjónn Jehóva lagði þennan skatt+ á söfnuð Ísraelsmanna vegna þjónustunnar við vitnisburðartjaldið.+  Synir Atalíu,+ sem var illskan uppmáluð, brutust inn í hús hins sanna Guðs.+ Þeir hafa tekið alla helgimunina úr húsi Jehóva og notað þá handa Baölunum.“  Síðan gerðu menn kistu+ að skipun konungs og settu hana fyrir utan hliðið að húsi Jehóva.+  Því næst var öllum íbúum Júda og Jerúsalem tilkynnt að þeir ættu að færa Jehóva hinn heilaga skatt+ sem Móse, þjónn hins sanna Guðs, hafði lagt á Ísrael í óbyggðunum. 10  Þá glöddust+ allir höfðingjarnir og allt fólkið og komu með framlög sín og lögðu þau í kistuna þar til hún fylltist.* 11  Í hvert skipti sem Levítarnir sáu að það var komið mikið af peningum í kistuna tóku þeir hana inn fyrir til að hún yrði færð konungi. Ritari konungs og fulltrúi yfirprestsins komu þá og tæmdu kistuna+ og skiluðu henni síðan aftur á sinn stað. Þetta gerðu þeir dag eftir dag og söfnuðu miklu fé. 12  Konungurinn og Jójada létu peningana í hendur þeirra sem höfðu umsjón með vinnunni við hús Jehóva. Þeir réðu síðan steinhöggvara og handverksmenn til að annast endurbætur á húsi Jehóva+ og einnig járnsmiði og koparsmiði til að gera við hús Jehóva. 13  Verkstjórarnir hófu nú verkið og viðgerðunum miðaði vel undir umsjón þeirra. Þeir komu húsi hins sanna Guðs aftur í samt lag og styrktu það. 14  Um leið og því var lokið tóku þeir peningana sem voru eftir og fóru með þá til konungs og Jójada. Peningarnir voru notaðir til að búa til áhöld fyrir hús Jehóva, áhöld sem nota átti við þjónustuna og til að færa fórnir og einnig til að búa til bikara og gull- og silfuráhöld.+ Brennifórnir+ voru færðar reglulega í húsi Jehóva alla ævi Jójada. 15  Jójada dó eftir langa og góða ævi.* Hann var 130 ára þegar hann dó. 16  Hann var jarðaður í Davíðsborg, hjá konungunum,+ því að hann hafði gert margt gott í Ísrael+ fyrir hinn sanna Guð og hús hans. 17  Eftir að Jójada var dáinn komu höfðingjar Júda og féllu fram fyrir konungi, og konungurinn hlustaði á þá. 18  Fólkið vanrækti hús Jehóva, Guðs forfeðra sinna, og fór að tilbiðja helgistólpana* og skurðgoðin. Reiði Guðs kom þá yfir Júda og Jerúsalem vegna syndar þeirra. 19  Jehóva sendi spámenn til þeirra til að snúa þeim aftur til sín. Þeir vöruðu þá ítrekað við* en þeir vildu ekki hlusta.+ 20  Andi Guðs kom yfir Sakaría, son Jójada+ prests. Hann gekk fram fyrir fólkið og sagði: „Hinn sanni Guð segir: ‚Hvers vegna brjótið þið boðorð Jehóva? Það á ekki eftir að enda vel. Jehóva mun yfirgefa ykkur þar sem þið hafið yfirgefið hann.‘“+ 21  En fólkið gerði samsæri gegn honum+ og grýtti hann í forgarði húss Jehóva+ að skipun konungs. 22  Jóas konungur gleymdi þeim trygga kærleika sem Jójada faðir Sakaría hafði sýnt honum og drap son hans. Þegar hann dó sagði hann: „Jehóva sjái þetta og dragi þig til ábyrgðar.“+ 23  Í ársbyrjun fór her Sýrlendinga í stríð við Jóas og réðst inn í Júda og Jerúsalem.+ Þeir drápu alla höfðingja+ fólksins og sendu allt herfangið til konungsins í Damaskus. 24  Innrásarher Sýrlendinga var fáliðaður en Jehóva veitti þeim sigur á gríðarstórum her+ af því að fólkið hafði yfirgefið Jehóva, Guð forfeðra sinna. Þannig fullnægðu þeir dóminum yfir Jóasi. 25  Eftir að þeir voru farnir burt frá honum – þeir skildu hann eftir illa særðan* – gerðu þjónar hans samsæri gegn honum af því að hann hafði úthellt blóði sona* Jójada+ prests. Þeir drápu hann í rúmi hans.+ Hann var jarðaður í Davíðsborg+ en þó ekki í gröfum konunganna.+ 26  Þeir sem gerðu samsæri gegn honum+ voru Sabad, sonur Símeatar frá Ammón, og Jósabad, sonur Simrítar frá Móab. 27  Sagt er frá sonum hans, hinum mörgu spádómum sem bornir voru fram gegn honum+ og endurnýjun* húss hins sanna Guðs+ í Bók konunganna.* Amasía sonur hans varð konungur eftir hann.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „þar til allir höfðu gefið“.
Orðrétt „gamall og saddur daga“.
Eða „vitnuðu fyrir þeim“.
Eða „fársjúkan“.
Eða „sonar“. Hugsanlega er hér um tignarfleirtölu að ræða.
Orðrétt „grundvöllun“.
Eða „í skýringum við Bók konunganna“.