Síðari Kroníkubók 22:1–12
22 Jerúsalembúar gerðu nú Ahasía, yngsta son Jórams, að konungi í hans stað því að ránsflokkurinn sem hafði komið með Aröbunum í búðirnar hafði drepið alla eldri bræðurna.+ Þess vegna varð Ahasía Jóramsson konungur yfir Júda.+
2 Ahasía var 22 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í eitt ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalía+ og var sonardóttir* Omrí.+
3 Ahasía fetaði líka í fótspor ættar Akabs+ og gerði margt illt því að móðir hans hvatti hann til þess með ráðum sínum.
4 Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva eins og ættingjar Akabs því að þeir urðu ráðgjafar hans eftir dauða föður hans, en það varð honum að falli.
5 Hann fylgdi ráðum þeirra og fór með Jóram, syni Akabs Ísraelskonungs, í stríð gegn Hasael+ Sýrlandskonungi við Ramót í Gíleað.+ Þar særðu bogaskytturnar Jóram.
6 Jóram sneri aftur til Jesreel+ til að láta sárin gróa sem hann hafði fengið við Rama* þegar hann barðist við Hasael Sýrlandskonung.+
Ahasía* Jóramsson+ Júdakonungur fór niður til Jesreel til að heimsækja Jóram+ Akabsson af því að hann var særður.*+
7 En Guð sá til þess að heimsóknin til Jórams varð Ahasía að falli. Þegar hann kom þangað fór hann með Jóram á móti Jehú+ sonarsyni* Nimsí sem Jehóva hafði smurt til að útrýma ætt Akabs.+
8 Þegar Jehú hafði hafist handa við að framfylgja dóminum yfir ætt Akabs urðu á vegi hans höfðingjar Júda og bræðrasynir Ahasía sem voru í þjónustu Ahasía, og hann drap þá.+
9 Síðan leitaði hann að Ahasía. Menn hans gripu hann í Samaríu þar sem hann hafði falið sig, fóru með hann til Jehú og drápu hann. Síðan var hann jarðaður+ því að menn sögðu: „Hann er sonarsonur Jósafats sem leitaði Jehóva af öllu hjarta.“+ Nú var enginn af ætt Ahasía sem var fær um að taka við konungdóminum.
10 Þegar Atalía+ móðir Ahasía sá að sonur hennar var dáinn lét hún til skarar skríða og útrýmdi allri konungsætt Júda.+
11 En Jósabat dóttir konungs laumaðist til að taka Jóas+ Ahasíason úr hópi konungssonanna sem átti að drepa og kom honum og fóstru hans fyrir í einu af svefnherbergjunum. Jósabat, dóttur Jórams+ konungs, tókst að leyna honum fyrir Atalíu svo að hún gæti ekki drepið hann.+ (Jósabat var kona Jójada+ prests og systir Ahasía.)
12 Hann var í felum hjá þeim í húsi hins sanna Guðs í sex ár, meðan Atalía ríkti yfir landinu.
Neðanmáls
^ Orðrétt „dóttir“.
^ Stytting á Ramót í Gíleað.
^ Eða „veikur“.
^ „Asarja“ í sumum hebreskum handritum.
^ Orðrétt „syni“.