Síðara bréfið til Þessaloníkumanna 2:1–17
2 En hvað varðar nærveru Drottins okkar Jesú Krists+ og að okkur sé safnað saman til að vera með honum+ biðjum við ykkur, bræður og systur:
2 Verið ekki fljót að komast úr jafnvægi eða láta hræða ykkur, hvort sem það er með innblásnum orðum,*+ munnlegum boðum eða bréfi sem virðist vera frá okkur, þess efnis að dagur Jehóva*+ sé runninn upp.
3 Látið engan leiða ykkur afvega* á nokkurn hátt því að dagurinn kemur ekki nema fráhvarfið+ komi fyrst og maður lögleysisins+ opinberist, sonur glötunarinnar.+
4 Hann upphefur sig og stendur á móti öllum svokölluðum guðum og öllu sem er dýrkað.* Þannig sest hann í musteri Guðs og kemur opinberlega fram sem guð.
5 Munið þið ekki að ég talaði um þetta meðan ég var hjá ykkur?
6 Og nú vitið þið hvað heldur aftur af honum svo að hann opinberist ekki fyrr en tíminn er kominn.
7 Reyndar er þetta lögleysi þegar farið að starfa með leynd+ og svo verður þangað til sá sem heldur nú aftur af því víkur úr vegi.
8 Þá mun lögleysinginn opinberast, hann sem Drottinn Jesús mun ryðja úr vegi með anda munns síns+ og gera að engu þegar nærvera hans verður augljós.+
9 En lögleysinginn er nærverandi af völdum Satans+ sem gerir honum kleift að gera alls konar máttarverk, lygatákn og undur*+
10 og beita alls konar ranglæti til að blekkja.+ Það blekkir þá sem tortímast í refsingarskyni fyrir að hafa ekki tekið við sannleikanum né elskað hann svo að þeir gætu bjargast.
11 Þess vegna lætur Guð villa um fyrir þeim svo að þeir fari að trúa lyginni.+
12 Þeir verða allir dæmdir af því að þeir trúðu ekki sannleikanum heldur höfðu dálæti á ranglætinu.
13 En okkur er skylt að þakka Guði alltaf fyrir ykkur, bræður og systur sem Jehóva* elskar, því að hann valdi ykkur í upphafi+ til að bjargast. Hann helgaði ykkur+ með anda sínum af því að þið trúðuð á sannleikann.
14 Hann kallaði ykkur til þessa með fagnaðarboðskapnum sem við boðum svo að þið gætuð hlotið sömu dýrð og Drottinn okkar Jesús Kristur.+
15 Bræður og systur, verið því staðföst+ og haldið ykkur við það sem ykkur hefur verið kennt,+ hvort sem það var munnlega eða með bréfi frá okkur.
16 Og megi Drottinn okkar Jesús Kristur og Guð faðir okkar, sem elskaði okkur+ og gaf okkur eilífa huggun og bjarta von+ í einstakri góðvild sinni,
17 hugga hjörtu ykkar og styrkja ykkur* í öllum góðum verkum og orðum.
Neðanmáls
^ Eða „með anda“. Sjá orðaskýringar, „andi“.
^ Sjá viðauka A5.
^ Eða „tæla ykkur“.
^ Eða „er sýnd lotning“.
^ Það er, fyrirboða.
^ Sjá viðauka A5.
^ Eða „gera ykkur staðföst“.