Fyrri Samúelsbók 8:1–22

  • Ísraelsmenn biðja um konung (1–9)

  • Viðvörun Samúels (10–18)

  • Jehóva verður við beiðni fólksins (19–22)

8  Þegar Samúel var orðinn gamall skipaði hann syni sína dómara í Ísrael.  Frumgetinn sonur hans hét Jóel en sá næsti Abía.+ Þeir voru dómarar í Beerseba.  En synirnir fetuðu ekki í fótspor hans. Þeir voru fégjarnir og óheiðarlegir,+ þáðu mútur+ og felldu óréttláta dóma.+  Nú söfnuðust allir öldungar Ísraels saman og komu til Samúels í Rama.  „Þú ert orðinn gamall,“ sögðu þeir, „og synir þínir feta ekki í fótspor þín. Gefðu okkur nú konung sem getur ríkt yfir* okkur. Allar aðrar þjóðir hafa konung.“+  En Samúel líkaði illa að þeir skyldu segja: „Gefðu okkur konung sem getur ríkt yfir okkur.“ Hann bað til Jehóva  og Jehóva svaraði honum: „Gerðu allt sem fólkið biður þig um. Þjóðin hefur ekki hafnað þér heldur hefur hún hafnað mér sem konungi sínum.+  Hún hefur ekkert breyst. Allt frá þeim degi þegar ég leiddi hana út úr Egyptalandi og fram á þennan dag hefur hún svikið mig æ ofan í æ+ og þjónað öðrum guðum.+ Og nú fer hún eins með þig.  Hlustaðu á hana. En varaðu hana líka við og útskýrðu fyrir henni hvað konungur hennar getur réttilega farið fram á.“ 10  Samúel sagði fólkinu sem bað hann um konung frá öllu því sem Jehóva hafði sagt honum. 11  Hann sagði: „Þetta er réttur konungsins sem mun ríkja yfir ykkur:+ Hann tekur syni ykkar+ og setur þá á stríðsvagna sína+ og hesta+ og suma þeirra lætur hann hlaupa á undan vögnum sínum. 12  Hann skipar suma þeirra foringja yfir þúsund manna liði+ og yfir fimmtíu manna liði.+ Aðra lætur hann plægja akra sína,+ skera upp korn sitt+ og smíða vopn sín og búnað fyrir stríðsvagna sína.+ 13  Hann tekur dætur ykkar og lætur þær búa til smyrsl,* elda og baka.+ 14  Hann tekur af ykkur bestu akrana, víngarðana og ólívulundina+ og gefur þá þjónum sínum. 15  Hann tekur tíund af kornökrum ykkar og víngörðum og gefur hana hirðmönnum sínum og þjónum. 16  Hann tekur þjóna ykkar og þjónustustúlkur, bestu nautgripi ykkar og asna og notar til vinnu.+ 17  Hann tekur tíund af fénaði ykkar+ og þið verðið þrælar hans. 18  Sá dagur kemur að þið kveinið undan konunginum sem þið hafið kosið ykkur.+ En Jehóva mun ekki svara ykkur.“ 19  En fólkið vildi ekki hlusta á Samúel. Það sagði: „Nei, við viljum fá konung! 20  Þá verðum við eins og allar aðrar þjóðir. Konungurinn mun ríkja yfir* okkur, fara fyrir okkur og heyja orrustur okkar.“ 21  Samúel hlustaði á allt sem fólkið hafði að segja og sagði Jehóva síðan frá því. 22  Jehóva svaraði Samúel: „Gerðu það sem fólkið biður um og skipaðu konung til að ríkja yfir því.“+ Samúel sagði þá við Ísraelsmenn: „Farið heim, hver til sinnar borgar.“

Neðanmáls

Orðrétt „dæmt“.
Eða „ilmvatn“.
Orðrétt „dæma“.