Fyrri Samúelsbók 7:1–17

  • Örkin í Kirjat Jearím (1)

  • Samúel hvetur fólkið til að þjóna Jehóva einum (2–6)

  • Sigur Ísraelsmanna hjá Mispa (7–14)

  • Samúel dómari í Ísrael (15–17)

7  Íbúar Kirjat Jearím komu og sóttu örk Jehóva. Þeir fluttu örk Jehóva í hús Abínadabs+ uppi á hæðinni og helguðu Eleasar son hans til að gæta hennar.  Langur tími leið. Tuttugu ár voru liðin frá þeim degi sem örkin kom til Kirjat Jearím. Þá fóru allir Ísraelsmenn að leita til Jehóva.+  Samúel sagði við Ísraelsmenn: „Ef þið viljið snúa ykkur til Jehóva af öllu hjarta+ losið ykkur þá við útlendu guðina+ og Astörturnar+ og sýnið Jehóva algera hollustu og þjónið honum einum.+ Þá mun hann frelsa ykkur úr greipum Filistea.“+  Ísraelsmenn losuðu sig þá við Baalana og Astörturnar og þjónuðu Jehóva einum.+  Samúel sagði: „Safnið saman öllum Ísrael í Mispa+ og ég mun biðja til Jehóva fyrir ykkur.“+  Þeir söfnuðust þá saman í Mispa og sóttu vatn í brunn, helltu því frammi fyrir Jehóva og föstuðu þann dag.+ „Við höfum syndgað gegn Jehóva,“+ sögðu þeir. Og Samúel varð dómari+ Ísraelsmanna í Mispa.  Filistear fréttu að Ísraelsmenn hefðu safnast saman í Mispa og höfðingjar þeirra+ fóru þá á móti þeim. Þegar Ísraelsmenn heyrðu það urðu þeir hræddir  og sögðu við Samúel: „Hættu ekki að biðja til Jehóva Guðs okkar svo að hann hjálpi okkur+ og bjargi okkur úr greipum Filistea.“  Samúel tók þá ungt lamb og færði Jehóva að brennifórn.+ Hann hrópaði til Jehóva og bað hann að hjálpa Ísraelsmönnum og Jehóva bænheyrði hann.+ 10  Á meðan Samúel færði brennifórnina nálguðust Filistear og voru í þann mund að ráðast á Ísraelsmenn. Þennan dag sendi Jehóva miklar þrumur+ yfir Filistea og olli ringulreið meðal þeirra+ svo að þeir biðu ósigur fyrir Ísraelsmönnum.+ 11  Ísraelsmenn fóru frá Mispa, eltu Filistea og drápu þá, allt þar til þeir voru komnir að svæðinu sunnan við Betkar. 12  Samúel tók síðan stein+ og reisti hann milli Mispa og Jesana. Hann nefndi steininn Ebeneser* og sagði: „Jehóva hefur hjálpað okkur hingað til.“+ 13  Þannig voru Filistear yfirbugaðir og þeir komu ekki framar inn í land Ísraelsmanna.+ Á meðan Samúel lifði var hönd Jehóva gegn Filisteum.+ 14  Ísraelsmenn fengu aftur borgirnar sem Filistear höfðu unnið af þeim, frá Ekron allt til Gat. Þeir endurheimtu einnig landsvæðið í kringum borgirnar úr höndum Filistea. Friður ríkti auk þess milli Ísraels og Amoríta.+ 15  Samúel var dómari í Ísrael til æviloka.+ 16  Á hverju ári ferðaðist hann til Betel,+ Gilgal+ og Mispa+ og dæmdi í málum Ísraels á öllum þessum stöðum. 17  En hann sneri alltaf aftur til Rama+ því að þar átti hann heima. Í Rama dæmdi hann einnig í málum Ísraels og þar reisti hann Jehóva altari.+

Neðanmáls

Sem þýðir ‚hjálparhella‘.