Fyrri Samúelsbók 14:1–52

  • Þrekvirki Jónatans við Mikmas (1–14)

  • Guð leggur óvini Ísraels að velli (15–23)

  • Sál vinnur eið í fljótfærni (24–46)

    • Hermennirnir borða kjöt með blóðinu í (32–34)

  • Stríð Sáls; fjölskylda hans (47–52)

14  Dag einn sagði Jónatan+ sonur Sáls við skjaldsveininn sem bar vopn hans: „Komdu, við skulum fara yfir til varðstöðvar Filistea sem er þarna hinum megin.“ En hann lét föður sinn ekki vita af því.  Sál hélt til í útjaðri Gíbeu+ undir granateplatrénu í Mígron og með honum voru um 600 menn.+  (Ahía bar hökulinn.+ Hann var sonur Ahítúbs,+ bróður Íkabóðs+ Pínehassonar, en Pínehas+ var sonur Elí,+ prests Jehóva í Síló.)+ Enginn vissi að Jónatan hafði farið.  Á leiðinni sem Jónatan vildi fara til að komast að varðstöð Filistea voru brattir hamrar, hvor sínum megin. Annar þeirra hét Bóses en hinn Sene.  Annar kletturinn gnæfði sem stólpi að norðanverðu á móts við Mikmas en hinn var að sunnanverðu á móts við Geba.+  Jónatan sagði við skjaldsveininn: „Komdu, við skulum fara yfir til varðstöðvar þessara óumskornu manna.+ Ef til vill hjálpar Jehóva okkur. Ef Jehóva vill veita sigur getur ekkert hindrað hann, hvort sem við erum margir eða fáir.“+  Skjaldsveinninn svaraði honum: „Gerðu það sem hjartað segir þér. Þú ræður ferðinni. Ég fylgi þér hvert sem hjartað leiðir þig.“  Jónatan sagði þá: „Við skulum fara yfir til mannanna og láta þá sjá okkur.  Ef þeir segja: ‚Standið kyrrir þangað til við komum til ykkar,‘ þá stöndum við kyrrir og förum ekki upp til þeirra. 10  En ef þeir segja: ‚Komið upp til okkar!‘ þá förum við upp því að það er tákn um að Jehóva gefi þá í hendur okkar.“+ 11  Þá létu þeir báðir herlið Filistea koma auga á sig. „Sjáið!“ sögðu Filistear. „Hebrearnir eru komnir úr holunum sem þeir földu sig í.“+ 12  Síðan kölluðu varðmennirnir til Jónatans og skjaldsveins hans: „Komið upp til okkar! Nú fáið þið að kenna á því!“+ Jónatan sagði þá við skjaldsveininn: „Fylgdu mér. Jehóva mun gefa þá í hendur Ísraels.“+ 13  Jónatan klifraði þá upp á höndum og fótum og skjaldsveinninn á eftir honum. Jónatan hjó Filisteana niður og skjaldsveinninn, sem var á eftir honum, greiddi þeim banahöggið. 14  Í þessari fyrstu atlögu felldu Jónatan og skjaldsveinn hans um 20 menn á helmingi þess spotta sem hægt er að plægja á einum degi.* 15  Skelfing greip um sig í herbúðunum á völlunum og meðal allra í varðstöðinni. Ránsflokkarnir+ urðu líka óttaslegnir. Jörðin nötraði og Guð olli mikilli skelfingu. 16  Nú sáu varðmenn Sáls í Gíbeu+ í Benjamín að allt var í uppnámi í herbúðunum.+ 17  Þá sagði Sál við mennina sem voru hjá honum: „Teljið liðið til að kanna hvern vantar.“ Þeir töldu liðið og komust að raun um að Jónatan og skjaldsvein hans vantaði. 18  Þá sagði Sál við Ahía:+ „Komdu með örk hins sanna Guðs.“ (En þá* var örk hins sanna Guðs hjá Ísraelsmönnum.) 19  Á meðan Sál talaði við prestinn varð ringulreiðin í herbúðum Filistea sífellt meiri. Sál sagði þá við prestinn: „Láttu það eiga sig.“* 20  Sál og menn hans söfnuðust saman og héldu til bardaga. Þá sáu þeir að Filistear voru farnir að berjast hver við annan með sverðum sínum og ringulreiðin var mjög mikil. 21  Hebrearnir sem höfðu snúist til fylgis við Filistea og farið með þeim í herbúðirnar gengu nú í lið með Ísraelsmönnum undir forystu Sáls og Jónatans. 22  Þegar Ísraelsmennirnir sem höfðu falið sig+ í Efraímsfjöllum fréttu að Filistear hefðu lagt á flótta veittu þeir þeim eftirför. 23  Þannig bjargaði Jehóva Ísrael þann dag.+ Bardaginn barst allt til Betaven.+ 24  En Ísraelsmenn voru örmagna þennan dag því að Sál lét þá gangast undir eið og sagði: „Bölvaður sé sá maður sem leggur sér nokkuð* til munns áður en kvöldar og áður en ég hef komið fram hefndum á óvinum mínum.“ Þess vegna borðaði enginn neitt.+ 25  Allir mennirnir komu* nú inn í skóginn og þar var hunang á jörðinni. 26  Þeir sáu hunangið leka þegar þeir komu inn í skóginn en enginn þorði að gæða sér á því vegna eiðsins. 27  En Jónatan hafði ekki heyrt að faðir hans hafði látið mennina gangast undir eið.+ Hann rétti því út stafinn sem hann hélt á og dýfði enda hans í hunangskökuna. Hann borðaði hunangið og þá ljómuðu augu hans. 28  Einn mannanna sagði þá: „Faðir þinn lét liðið gangast undir dýran eið og sagði: ‚Bölvaður sé sá maður sem leggur sér nokkuð til munns í dag!‘+ Það er þess vegna sem allir eru svona þreyttir.“ 29  Jónatan svaraði: „Faðir minn hefur leitt mikla ógæfu yfir landið. Sjáðu hvernig augu mín ljóma af því að ég bragðaði aðeins á þessu hunangi. 30  Hugsaðu þér hvernig hefði farið ef mennirnir hefðu borðað eins og þá lysti+ af herfangi óvinanna í dag! Þá hefði mannfallið meðal Filistea orðið enn meira.“ 31  Á þeim degi felldu þeir Filistea frá Mikmas til Ajalon.+ Liðið var orðið mjög þreytt 32  og menn hentu sér yfir herfangið. Þeir tóku sauðfé, naut og kálfa, slátruðu þeim á jörðinni og borðuðu kjötið með blóðinu í.+ 33  Menn létu Sál vita og sögðu: „Mennirnir syndga gegn Jehóva með því að borða kjöt með blóðinu í.“+ Hann svaraði: „Þið hafið brotið af ykkur. Veltið stórum steini til mín án tafar.“ 34  Sál hélt áfram: „Farið til mannanna og segið þeim: ‚Hver og einn skal koma hingað til mín með naut og sauð og slátra þeim hér og borða. Syndgið ekki gegn Jehóva með því að borða kjöt með blóðinu í.‘“+ Allir komu þá með naut sín það kvöld og slátruðu þeim þar. 35  Og Sál reisti Jehóva altari.+ Þetta var fyrsta altarið sem hann reisti handa Jehóva. 36  Því næst sagði Sál: „Förum á eftir Filisteum í nótt og rænum þá þar til birtir af degi. Enginn þeirra skal komast lífs af.“ Liðið svaraði: „Gerðu það sem þú telur best.“ En presturinn sagði: „Leitum fyrst ráða hjá hinum sanna Guði.“+ 37  Sál spurði þá Guð: „Á ég að fara á eftir Filisteum?+ Ætlarðu að gefa þá í hendur Ísraels?“ En Guð svaraði honum ekki þann dag. 38  Þá sagði Sál: „Komið hingað, allir höfðingjar fólksins, og komist að því hvaða synd hefur verið drýgð í dag. 39  Svo sannarlega sem Jehóva lifir, hann sem bjargaði Ísrael, skal hinn seki deyja, jafnvel þótt það sé Jónatan sonur minn.“ En mennirnir svöruðu engu. 40  Þá sagði hann við allan Ísrael: „Þið skuluð standa öðrum megin en við Jónatan sonur minn verðum hinum megin.“ „Gerðu það sem þú telur best,“ svöruðu mennirnir. 41  Þá sagði Sál við Jehóva: „Guð Ísraels, gefðu okkur svar með túmmím.“+ Jónatan og Sál urðu fyrir valinu en hinir voru lausir allra mála. 42  „Kastið nú hlutkesti+ milli mín og Jónatans sonar míns,“ sagði Sál. Og Jónatan varð fyrir valinu. 43  Þá sagði Sál við Jónatan: „Hvað hefurðu gert?“ „Ég smakkaði bara smá hunang á enda stafsins sem ég hélt á,“+ svaraði Jónatan. „Hér er ég, reiðubúinn að deyja.“ 44  Sál sagði: „Guð refsi mér harðlega, Jónatan, ef þú lætur ekki lífið.“+ 45  En mennirnir sögðu við Sál: „Á Jónatan að deyja, hann sem vann þennan mikla sigur+ fyrir Ísrael? Það væri fráleitt! Svo sannarlega sem Jehóva lifir skal ekki eitt einasta hár á höfði hans falla til jarðar því að það var með hjálp Guðs sem hann vann þetta afrek í dag.“+ Þannig björguðu* þeir lífi Jónatans. 46  Sál hætti nú að elta Filistea og Filistear fóru heim í land sitt. 47  Sál tryggði völd sín sem konungur yfir Ísrael og barðist gegn öllum óvinum sínum allt í kring, gegn Móabítum,+ Ammónítum,+ Edómítum,+ konungunum í Sóba+ og Filisteum.+ Hann vann sigur hvert sem hann fór. 48  Hann barðist hugrakkur, sigraði Amalekíta+ og bjargaði Ísraelsmönnum úr höndum þeirra sem rændu þá. 49  Synir Sáls voru Jónatan, Jísví og Malkísúa.+ Hann átti líka tvær dætur. Sú eldri hét Merab+ en sú yngri Míkal.+ 50  Kona Sáls hét Akínóam Akímaasdóttir. Hershöfðingi hans hét Abner+ og var sonur Ners en hann var föðurbróðir Sáls. 51  Kís+ var faðir Sáls. Ner+ faðir Abners var sonur Abíels. 52  Sál átti í hatrömmu stríði við Filistea alla stjórnartíð sína.+ Hann tók í þjónustu sína alla sterka og hugrakka menn sem hann sá.+

Neðanmáls

Það er, helmingi þess landsvæðis sem tvö naut geta plægt á einum degi.
Orðrétt „á þeim degi“.
Orðrétt „Dragðu að þér höndina“.
Orðrétt „brauð“.
Orðrétt „Allt landið kom“.
Orðrétt „leystu“.