Fyrri Kroníkubók 6:1–81
6 Synir Leví+ voru Gerson, Kahat+ og Merarí.+
2 Synir Kahats voru Amram, Jísehar,+ Hebron og Ússíel.+
3 Börn* Amrams+ voru Aron,+ Móse+ og Mirjam.+ Og synir Arons voru Nadab, Abíhú,+ Eleasar+ og Ítamar.+
4 Eleasar eignaðist Pínehas,+ Pínehas eignaðist Abísúa,
5 Abísúa eignaðist Búkkí, Búkkí eignaðist Ússí,
6 Ússí eignaðist Serahja, Serahja eignaðist Merajót,
7 Merajót eignaðist Amarja, Amarja eignaðist Ahítúb,+
8 Ahítúb eignaðist Sadók,+ Sadók eignaðist Akímaas,+
9 Akímaas eignaðist Asarja, Asarja eignaðist Jóhanan
10 og Jóhanan eignaðist Asarja. Hann gegndi prestsþjónustu í musterinu* sem Salómon byggði í Jerúsalem.
11 Asarja eignaðist Amarja, Amarja eignaðist Ahítúb,
12 Ahítúb eignaðist Sadók,+ Sadók eignaðist Sallúm,
13 Sallúm eignaðist Hilkía,+ Hilkía eignaðist Asarja,
14 Asarja eignaðist Seraja+ og Seraja eignaðist Jósadak.+
15 Jósadak fór í útlegð þegar Jehóva lét Nebúkadnesar flytja Júda og Jerúsalem í útlegð.
16 Synir Leví voru Gersom,* Kahat og Merarí.
17 Þetta eru nöfn sona Gersoms: Libní og Símeí.+
18 Synir Kahats voru Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.+
19 Synir Merarí voru Mahelí og Músí.
Þetta eru ættir Levíta eftir forfeðrum þeirra:+
20 Af Gersom+ eru komnir: Libní sonur hans, Jahat sonur hans, Simma sonur hans,
21 Jóa sonur hans, Íddó sonur hans, Sera sonur hans og Jeatraí sonur hans.
22 Synir* Kahats voru Ammínadab sonur hans, Kóra+ sonur hans, Assír sonur hans,
23 Elkana sonur hans, Ebjasaf+ sonur hans, Assír sonur hans,
24 Tahat sonur hans, Úríel sonur hans, Ússía sonur hans og Sál sonur hans.
25 Synir Elkana voru Amasaí og Ahímót.
26 Synir Elkana* voru Sofaí sonur hans, Nahat sonur hans,
27 Elíab sonur hans, Jeróham sonur hans og Elkana+ sonur hans.
28 Synir Samúels+ voru Jóel, frumburðurinn, og Abía sem var næstur honum.+
29 Synir* Merarí voru Mahelí,+ Libní sonur hans, Símeí sonur hans, Ússa sonur hans,
30 Símea sonur hans, Haggía sonur hans og Asaja sonur hans.
31 Þetta eru þeir sem Davíð fól að stjórna söngnum í húsi Jehóva eftir að örkinni hafði verið komið þar fyrir.+
32 Þeir sáu um sönginn í tjaldbúðinni, það er samfundatjaldinu, þar til Salómon byggði hús Jehóva í Jerúsalem.+ Þeir gegndu þjónustu sinni í samræmi við fyrirmælin sem þeir höfðu fengið.+
33 Þetta eru mennirnir sem gegndu þessari þjónustu með sonum sínum: af Kahatítum: Heman+ söngvari, sonur Jóels,+ sonar Samúels,
34 sonar Elkana,+ sonar Jeróhams, sonar Elíels, sonar Tóa,
35 sonar Súfs, sonar Elkana, sonar Mahats, sonar Amasaí,
36 sonar Elkana, sonar Jóels, sonar Asaría, sonar Sefanía,
37 sonar Tahats, sonar Assírs, sonar Ebjasafs, sonar Kóra,
38 sonar Jísehars, sonar Kahats, sonar Leví, sonar Ísraels.
39 Asaf+ bróðir hans stóð honum á hægri hönd. Asaf var sonur Berekía, sonar Símea,
40 sonar Mikaels, sonar Baaseja, sonar Malkía,
41 sonar Etní, sonar Sera, sonar Adaja,
42 sonar Etans, sonar Simma, sonar Símeí,
43 sonar Jahats, sonar Gersoms, sonar Leví.
44 Bræður þeirra, afkomendur Merarí,+ voru vinstra megin: Etan+ sonur Kísí, sonar Abdí, sonar Mallúks,
45 sonar Hasabja, sonar Amasía, sonar Hilkía,
46 sonar Amsí, sonar Baní, sonar Semers,
47 sonar Mahelí, sonar Músí, sonar Merarí, sonar Leví.
48 Bræðrum þeirra, hinum Levítunum, var falið að gegna allri annarri þjónustu við tjaldbúðina, hús hins sanna Guðs.+
49 Aron og synir hans+ létu fórnarreyk stíga upp af brennifórnaraltarinu+ og reykelsisaltarinu.+ Þeir sinntu háheilögum störfum til að friðþægja fyrir Ísrael+ í samræmi við fyrirmæli Móse, þjóns hins sanna Guðs.
50 Þetta voru afkomendur Arons:+ Eleasar+ sonur hans, Pínehas sonur hans, Abísúa sonur hans,
51 Búkkí sonur hans, Ússí sonur hans, Serahja sonur hans,
52 Merajót sonur hans, Amarja sonur hans, Ahítúb+ sonur hans,
53 Sadók+ sonur hans og Akímaas sonur hans.
54 Þetta eru staðirnir þar sem Levítarnir settust að og slógu upp tjaldbúðum:* Fyrsti hluturinn féll á afkomendur Arons af ætt Kahatíta
55 og þeir fengu því Hebron+ í landi Júda ásamt beitilandinu í kring.
56 En Kaleb Jefúnneson fékk landið og þorpin í kringum borgina.+
57 Afkomendur Arons fengu griðaborgirnar,*+ það er Hebron,+ einnig Líbna+ og beitilönd hennar, Jattír,+ Estemóa og beitilönd hennar,+
58 Hílen og beitilönd hennar, Debír+ og beitilönd hennar,
59 Asan+ og beitilönd hennar og Bet Semes+ og beitilönd hennar.
60 Frá ættkvísl Benjamíns fengu þeir Geba+ og beitilönd hennar, Alemet og beitilönd hennar og Anatót+ og beitilönd hennar. Ættir þeirra fengu alls 13 borgir.+
61 Öðrum Kahatítum var úthlutað* tíu borgum frá ættum annarra ættkvísla og frá hálfu ættkvíslinni, hálfri ættkvísl Manasse.+
62 Gersomítar fengu eftir ættum sínum 13 borgir frá ættkvísl Íssakars, ættkvísl Assers, ættkvísl Naftalí og ættkvísl Manasse í Basan.+
63 Ættir Meraríta fengu með hlutkesti 12 borgir frá ættkvísl Rúbens, ættkvísl Gaðs og ættkvísl Sebúlons.+
64 Þannig gáfu Ísraelsmenn Levítunum þessar borgir ásamt beitilöndum þeirra.+
65 Og borgunum sem hér eru nefndar var úthlutað með hlutkesti frá ættkvísl Júda, ættkvísl Símeons og ættkvísl Benjamíns.
66 Nokkrar ættir Kahatíta fengu borgir frá ættkvísl Efraíms.+
67 Þær fengu griðaborgirnar,* það er Síkem+ og beitilönd hennar í Efraímsfjöllum, Geser+ og beitilönd hennar,
68 Jokmeam og beitilönd hennar, Bet Hóron+ og beitilönd hennar,
69 Ajalon+ og beitilönd hennar og Gat Rimmon+ og beitilönd hennar.
70 Aðrar ættir Kahatíta fengu Aner og beitilönd hennar og Bíleam og beitilönd hennar frá hálfri ættkvísl Manasse.
71 Gersomítar fengu Gólan+ í Basan og beitilönd hennar og Astarót og beitilönd hennar frá hálfri ættkvísl Manasse.+
72 Frá ættkvísl Íssakars fengu þeir Kedes og beitilönd hennar, Daberat+ og beitilönd hennar,+
73 Ramót og beitilönd hennar og Anem og beitilönd hennar.
74 Frá ættkvísl Assers fengu þeir Masal og beitilönd hennar, Abdón og beitilönd hennar,+
75 Húkok og beitilönd hennar og Rehób+ og beitilönd hennar.
76 Og frá ættkvísl Naftalí fengu þeir Kedes+ í Galíleu+ og beitilönd hennar, Hammon og beitilönd hennar og Kirjataím og beitilönd hennar.
77 Aðrir Merarítar fengu Rimmónó og beitilönd hennar og Tabor og beitilönd hennar frá ættkvísl Sebúlons.+
78 Á Jórdansvæðinu í grennd við Jeríkó, austan megin við Jórdan, voru þeim fengnar frá ættkvísl Rúbens: Beser í óbyggðunum og beitilönd hennar, Jahas+ og beitilönd hennar,
79 Kedemót+ og beitilönd hennar og Mefaat og beitilönd hennar.
80 Og frá ættkvísl Gaðs fengu þeir Ramót í Gíleað og beitilönd hennar, Mahanaím+ og beitilönd hennar,
81 Hesbon+ og beitilönd hennar og Jaser+ og beitilönd hennar.
Neðanmáls
^ Orðrétt „Synir“.
^ Orðrétt „húsinu“.
^ Einnig nefndur Gerson í 1. versi.
^ Eða „Afkomendur“.
^ Ekki sami Elkana og í 25. versi.
^ Eða „Afkomendur“.
^ Eða „víggirtum búðum“.
^ Eða „Aðrir Kahatítar hlutu með hlutkesti“.