Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 48

Vandaðu val þitt á vinum

Vandaðu val þitt á vinum

Góðir vinir gera ánægjulegar stundir enn betri og veita okkur styrk á erfiðum tímum. En Biblían varar okkur við því að ekki sé allur félagsskapur góður. Hvernig getum við þá valið okkur góða vini? Við ræðum um það í þessum kafla.

1. Hvaða áhrif hafa vinir þínir á þig?

Við förum gjarnan að líkjast þeim sem við verjum tíma með – hvort sem það er í eigin persónu eða á samfélagsmiðlum. Það getur verið okkur til góðs eða ills. Biblían segir: „Sá sem umgengst hina vitru verður vitur en illa fer fyrir þeim sem hefur félagsskap við heimskingja“, eða þá sem elska ekki Jehóva. (Orðskviðirnir 13:20) Vinir sem elska Jehóva og tilbiðja hann geta hjálpað þér að halda nánu sambandi við hann og að taka góðar ákvarðanir. En náin vinátta við einhverja utan safnaðarins getur fengið okkur til að fjarlægjast Jehóva. Þess vegna hvetur Biblían okkur til að vanda valið á vinum. Þegar við eigum vini sem elska Guð er það bæði okkur og þeim til góðs. Við getum haldið áfram að „uppörva og styrkja hvert annað“. – 1. Þessaloníkubréf 5:11.

2. Hvaða áhrif hefur val okkar á vinum á Jehóva?

Jehóva vandar val sitt á vinum. Hann „er náinn vinur hinna réttlátu“. (Orðskviðirnir 3:32) Jehóva yrði mjög vonsvikinn ef við myndum velja okkur vini sem elska hann ekki. (Lestu Jakobsbréfið 4:4.) Aftur á móti gleður það hann, og hann velur okkur að vinum, ef við höfnum slæmum félagsskap og nálgumst hann og þá sem elska hann. – Sálmur 15:1–4.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu hvers vegna val þitt á vinum er mikilvægt og hvernig þú getur ræktað vináttu sem auðgar líf þitt.

3. Gættu þín á slæmum félagsskap

Þeir sem elska ekki Guð og meginreglur hans eru slæmur félagsskapur. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig gætum við lent í slæmum félagsskap án þess að gera okkur grein fyrir því?

Lesið 1. Korintubréf 15:33 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig félagsskapur gæti verið slæmur fyrir þig? Hvers vegna?

Lesið Sálm 119:63 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hverju ættirðu að leita að í fari vinar?

Eitt skemmt epli getur skemmt öll eplin í skálinni. Hvernig getur einn slæmur vinur haft áhrif á þig?

4. Við getum átt vini sem eru ólíkir okkur

Biblían segir frá Davíð og Jónatan, tveim mönnum í Ísrael til forna. Þeir áttu einstakt vináttusamband þrátt fyrir að vera á ólíkum aldri og búa við mjög ólíkar aðstæður. Lesið 1. Samúelsbók 18:1 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvers vegna þurfa vinir okkar ekki endilega að vera á sama aldri og við eða með sama bakgrunn?

Lesið Rómverjabréfið 1:11, 12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig geta vinir sem elska Jehóva uppörvað hver annan?

Sjáðu hvernig ungur bróðir eignaðist óvæntan vin í þessari leikgerð. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna höfðu foreldrar Akils áhyggjur af félagsskap hans í skólanum?

  • Hvers vegna laðaðist hann að þessum félagsskap til að byrja með?

  • Hvernig sigraðist hann á einmanaleikanum?

5. Að rækta góð vináttusambönd

Hvernig er hægt að finna sanna vini og vera sannur vinur? Spilið MYNDBANDIÐ.

Lesið Orðskviðina 18:24 og 27:17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvernig hjálpast sannir vinir að?

  • Átt þú slíka vini? Ef ekki, hvernig geturðu eignast þá?

Lesið Filippíbréfið 2:4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Til að eiga góða vini þarftu að vera góður vinur. Hvernig geturðu verið það?

Til að eiga góða vini þarft þú að vera góður vinur.

SUMIR SEGJA: „Það skiptir ekki máli hverju vinur þinn trúir svo framarlega sem hann kemur vel fram við þig.“

  • Hvað myndir þú segja við því?

SAMANTEKT

Það er sjálfum okkur til góðs og við gleðjum Jehóva þegar við vöndum val okkar á vinum.

Upprifjun

  • Hvers vegna skiptir það Jehóva máli hvernig vini við veljum okkur?

  • Hvers konar félagsskap ættum við að forðast?

  • Hvernig geturðu eignast sanna vini sem hafa góð áhrif á þig?

Markmið

KANNAÐU

Lestu um hvernig sannir vinir geta hjálpað okkur á erfiðum tímum.

„Bindumst sterkum vináttuböndum áður en endirinn kemur“ (Varðturninn nóvember 2019)

Hvað ættirðu að vita um vini á netinu?

Skynsemi á samskiptasíðum (4:12)

Lestu söguna „Ég þráði heitt að eiga föður“ til að komast að því hvað fékk mann nokkurn til að endurskoða val sitt á vinum.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Varðturninn 1. apríl 2012)