Inngangur
Var lífið skapað eða eigum við tilveru okkar að þakka röð hreinna tilviljana? Fáar spurningar hafa valdið jafn miklum deilum. Svarið skiptir þó ákaflega miklu máli. Í þessum bæklingi er meðal annars fjallað um eftirfarandi spurningar:
Var jörðin sérhönnuð með líf í huga?
Hvað má læra af þeirri hönnun sem er að finna í náttúrunni?
Er þróunarkenningin byggð á óhrekjandi staðreyndum?
Hafa vísindin afsannað sköpunarsögu Biblíunnar?
Af hverju skiptir máli hverju við trúum?