Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 13

Hagnýtt gildi dregið fram

Hagnýtt gildi dregið fram

Orðskviðirnir 3:21

YFIRLIT: Hjálpaðu áheyrendum þínum að skilja hvernig efnið snertir líf þeirra og sýndu þeim hvernig þeir geti nýtt sér það sem þeir læra.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Hafðu áheyrendur þína í huga. Íhugaðu hvers vegna áheyrendur þínir þurfa á þessari fræðslu að halda og veltu fyrir þér hvaða flötur á efninu kæmi þeim sérstaklega að gagni.

  • Sýndu áheyrendum þínum frá upphafi til enda ræðunnar hvernig þeir geti nýtt sér efnið. Hver einasti áheyrandi ætti alveg frá byrjun að hugsa: „Þetta er áhugavert.“ Þegar þú vinnur úr aðalatriðunum skaltu útskýra hvernig eigi að heimfæra hvert og eitt þeirra. Vertu hnitmiðaður frekar en að tala almennt um efnið.