4. KAFLI
Hvað heitir Guð?
HVAÐ er oftast það fyrsta sem þú spyrð um þegar þú hittir einhvern í fyrsta sinn? — Spyrðu kannski hvað hann heiti? — Við heitum öll eitthvað. Guð gaf fyrsta manninum á jörðinni nafn. Hann lét hann heita Adam. Kona Adams var nefnd Eva.
En það eru ekki bara menn sem bera nöfn. Manstu eftir einhverju öðru sem á sér líka nafn? — Þegar þú færð dúkku eða gæludýr gefurðu þeim þá ekki nafn? — Já, nöfn eru mjög mikilvæg.
Horfðu á allar stjörnurnar á kvöldhimninum. Heldurðu að þær heiti eitthvað? — Já, Guð gaf hverri einustu stjörnu á himninum nafn. Biblían segir: „Hann ákveður tölu stjarnanna, kallar þær allar með nafni.“ — Sálmur 147:4.
Hver heldurðu að sé mikilvægastur í öllum heiminum? — Já, það er Guð. Heldurðu að hann heiti eitthvað? — Jesús sagði að svo væri. Hann sagði einu sinni við Guð í bæn: ,Ég hef sagt fylgjendum mínum frá nafni þínu.‘ (Jóhannes 17:26) Veistu hvað Guð heitir? — Hann segir okkur það sjálfur. Hann segir: „Ég er Drottinn [„Jehóva,“ NW], það er nafn mitt.“ Guð heitir því JEHÓVA. — Jesaja 42:8.
Finnst þér ekki gaman þegar aðrir muna hvað þú heitir? — Jehóva vill líka að fólk viti hvað hann heitir. Þess vegna ættum við að nota nafnið Jehóva þegar við tölum um Guð. Kennarinn mikli notaði nafn Guðs, Jehóva, þegar hann talaði við fólk. Hann sagði einu sinni: „Þú skalt elska Drottinn Markús 12:30.
[„Jehóva,“ NW], Guð þinn, af öllu hjarta þínu.“ —Jesús vissi að Jehóva er mjög mikilvægt nafn. Þess vegna kenndi hann fylgjendum sínum að nota nafn Guðs. Hann kenndi þeim meira að segja að tala um það í bænum sínum. Guð vill að allir þekki nafnið hans sem er Jehóva og Jesús vissi það.
Fyrir langa löngu sýndi Guð Ísraelsmanninum Móse hversu mikilvægt nafn sitt væri. Ísraelsmenn bjuggu í landi sem heitir Egyptaland. Íbúar landsins voru kallaðir Egyptar. Þeir gerðu Ísraelsmenn að þrælum og voru mjög vondir við þá. Þegar Móse var orðinn fullorðinn reyndi hann að hjálpa ísraelskum manni. Þá varð faraó Egyptalandskonungur mjög reiður. Hann vildi drepa Móse! Þess vegna flúði Móse frá Egyptalandi.
Móse fór til annars lands. Það hét Midíansland. Þar giftist hann og eignaðist börn. Hann var líka fjárhirðir. Dag einn, þegar Móse var að gæta sauðanna nálægt fjalli einu, sá hann undraverða sýn. Þyrnirunni stóð í ljósum logum en brann samt ekki! Móse gekk nær til þess að sjá þetta betur.
Veistu hvað gerðist þá? — Móse heyrði rödd koma úr miðjum þyrnirunnanum. Röddin kallaði: „Móse, Móse!“ Hver var að kalla? — Það var Guð! Hann hafði mikilvægt verkefni handa Móse. Hann sagði: ,Ég vil senda þig til faraós Egyptalandskonungs og þú skalt leiða þjóð mína, Ísraelsmenn, út úr Egyptalandi.‘ Guð lofaði að hjálpa Móse að gera það.
En Móse sagði við Guð: ,Þegar ég kem til Ísraelsmanna í Egyptalandi og segi að Guð hafi sent mig og þeir segja við mig: „Hvert er nafn hans?“ hverju á ég svara þeim?‘ Guð sagði Móse að segja við Ísraelsmenn: ,Jehóva sendi mig til ykkar. Jehóva er nafn hans að eilífu.‘ (2. Mósebók 3:1-15) Það sýnir að Guð ætlar aldrei að skipta um nafn eða breyta því. Hann vill vera þekktur að eilífu undir nafninu Jehóva.
Þegar Móse fór aftur til Egyptalands héldu Egyptar að Jehóva væri bara smáguð sem Ísraelsmenn tryðu á. Þeir vissu ekki að hann væri Guð yfir allri jörðinni. Þess vegna sagði Jehóva við Egyptalandskonung: ,Ég ætla að gera nafn mitt kunnugt um alla jörðina.‘ (2. Mósebók 9:16) Hann gerði það svo sannarlega. Veistu hvernig hann fór að því? —
Jehóva lét Móse leiða Ísraelsmenn út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauðahafinu opnaði Jehóva þeim leið þvert yfir hafið með því að kljúfa það í tvennt. Ísraelsmenn komust óhultir yfir á þurru. Þegar faraó og her hans eltu þá út á þurran hafsbotninn steyptist sjórinn yfir Egyptana og þeir dóu allir.
Fljótlega fréttist út um allan heim hvað Jehóva hafði gert þegar Ísraelsmenn voru við Rauðahafið. Hvernig vitum við að það fréttist? — Um 40 árum síðar fóru Ísraelsmenn til Kanaanlands en það er landið sem Jehóva hafði lofað að gefa þeim. Þar sagði unga konan Rahab við tvo Ísraelsmenn: ,Við Jósúabók 2:10.
höfum frétt að Jehóva þurrkaði fyrir ykkur sjóinn í Rauðahafinu þegar þið fóruð út úr Egyptalandi.‘ —Nú á dögum eru margir alveg eins og Egyptarnir voru. Þeir trúa ekki að Jehóva sé Guð yfir allri jörðinni. Þess vegna vill Jehóva að fólk sitt segi öðrum frá honum. Það gerði Jesús einmitt. Þegar hann átti skammt eftir ólifað sagði hann við Jehóva í bæn: ,Ég hef sagt þeim frá nafni þínu.‘ — Jóhannes 17:26.
1. Mósebók 2:5. Við skulum ná í Biblíuna og finna þetta vers. Það byrjar svona: „Þegar Drottinn Guð gjörði jörðina og himininn . . . .“ Sjáðu hvað stendur neðanmáls við orðið Drottinn: „Á hebr.: Jahve.“ Jahve og Jehóva er sama nafnið. Og í Sálmi 83:19 stendur að Jehóva sé „hinn hæsti yfir allri jörðunni“.
Vilt þú líkjast Jesú? Segðu þá öðrum að Guð heiti Jehóva. Þú uppgötvar ef til vill að margir vita það ekki. Veistu af hverju? — Það er af því að þegar Biblían var þýdd var nafni Guðs breytt í Drottin. En þú gætir sýnt þeimHvað lærum við af þessu? — Við lærum að Jehóva er mikilvægasta nafn sem til er. Það er nafn hins almáttuga Guðs sem er faðir Jesú og skapari alls. Mundu að Jesús sagði að við ættum að elska Jehóva Guð af öllu hjarta. Elskar þú Jehóva? —
Hvernig getum við sýnt að við elskum Jehóva? — Til dæmis með því að kynnast honum og verða vinir hans. Við getum líka sagt öðrum hvað hann heitir. Við getum notað Biblíuna til að sýna þeim að hann heitir Jehóva. Við getum einnig sagt frá öllu því stórkostlega sem Jehóva hefur skapað og öllu því góða sem hann hefur gert. Það gleður Jehóva mjög mikið af því að hann vill að fólk þekki sig. Getum við ekki sagt öðrum frá honum? —
En það vilja ekki allir hlusta þegar við tölum um Jehóva. Margir hlustuðu ekki einu sinni þegar Jesús, kennarinn mikli, talaði um hann. En það hindraði hann ekki í að tala um Jehóva.
Við skulum líkja eftir Jesú. Höldum áfram að tala um Jehóva. Ef við gerum það verður Jehóva Guð ánægður með okkur af því að við sýnum að við elskum nafn hans.
Lesið saman í Biblíunni nokkur vers í viðbót sem sýna hversu mikilvægt nafn Guðs er: Jesaja 12:4, 5; Matteus 6:9; Jóhannes 17:6; Rómverjabréfið 10:13.