Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

4. HLUTI

Þau hlustuðu á Satan. Hverjar voru afleiðingarnar?

Þau hlustuðu á Satan. Hverjar voru afleiðingarnar?

Adam og Eva hlýddu ekki Guði. Þess vegna dóu þau. 1. Mósebók 3:6, 23

Eva hlustaði á höggorminn og borðaði ávöxt af trénu. Síðan gaf hún Adam og hann borðaði líka.

Það sem þau gerðu var rangt. Það var synd. Guð rak þau út úr Eden, paradísinni sem þau bjuggu í.

Lífið varð erfitt fyrir þau og börn þeirra. Þau urðu gömul og dóu. Þau fóru ekki yfir í andaheiminn heldur hættu að vera til.

Hinir dánu eru jafn lífvana og moldin. 1. Mósebók 3:19

Við deyjum vegna þess að við erum öll afkomendur Adams og Evu. Dánir geta ekki séð eða heyrt og þeir geta ekkert gert. – Prédikarinn 9:5, 10.

Það var ekki ætlun Jehóva að fólk myndi deyja. Bráðlega mun hann reisa hina dánu aftur til lífsins. Ef þeir hlusta á hann fá þeir að lifa að eilífu.