Einhleypi
Af hverju er réttilega hægt að segja að það sé gjöf að vera einhleypur?
Af hverju væri rangt að þrýsta á einhleypt trúsystkini að gifta sig?
Dæmi úr Biblíunni:
Róm 14:10–12 – Páll postuli útskýrir hvers vegna það sé rangt að dæma trúsystkini.
1Kor 9:3–5 – Páll postuli hefur rétt til að giftast en hann getur einbeitt sér betur að boðuninni einhleypur.
Ætti einhleypum að finnast að þeir þurfi að giftast til að lifa hamingjuríku lífi?
Dæmi úr Biblíunni:
Dóm 11:30–40 – Dóttir Jefta er ógift og lifir innihaldsríku lífi.
Pos 20:35 – Orð Jesú gefa til kynna að þrátt fyrir að vera einhleypur er hann hamingjusamur vegna þess að hann er upptekinn af því að gefa af sér.
1Þe 1:2–9; 2:12 – Páll postuli, einhleypur maður, lýsir ánægjulegu og innihaldsríku lífi í þjónustu Jehóva.
Hvers vegna verða einhleypir að halda sér siðferðilega hreinum, rétt eins og aðrir þjónar Guðs?
1Kor 6:18; Ga 5:19–21; Ef 5:3, 4
Dæmi úr Biblíunni:
Okv 7:7–23 – Salómon konungur lýsir ungum manni sem lætur tælast af siðlausri konu og skelfilegum afleiðingum þess.
Ljó 4:12; 8:8–10 – Stúlkunni frá Súlam er hrósað fyrir að fylgja siðferðisreglum Jehóva.
Undir hvaða kringumstæðum væri skynsamlegt fyrir einhleypa manneskju að íhuga hjónaband?
Sjá einnig 1Þe 4:4, 5.