Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 18

Jakob fer til Harran

Jakob fer til Harran

VEISTU hvaða menn þetta eru sem Jakob er að tala við? Jakob hitti þá við brunn eftir margra daga ferðalag. Þeir voru að gæta fjár. Jakob spurði: ‚Hvaðan eruð þið?‘

‚Frá Harran,‘ sögðu þeir.

‚Þekkið þið Laban?‘ spurði Jakob.

‚Já,‘ svöruðu þeir. ‚Sjáðu, þarna kemur Rakel, dóttir hans, með sauðahjörð hans.‘ Eins og þú sérð á myndinni er Rakel á leiðinni.

Þegar Jakob sá Rakel með fjárhóp Labans, frænda síns, fór hann og velti steininum frá brunninum svo að kindurnar gætu drukkið. Síðan kyssti hann Rakel og sagði henni hver hann væri. Hún varð mjög spennt og flýtti sér heim og sagði Laban, föður sínum, frá þessu.

Laban gladdist mjög og bauð Jakobi að dvelja hjá sér. Og þegar Jakob spurði hvort hann mætti kvænast Rakel gladdi það Laban. Hann bað samt Jakob að vinna á ökrum sínum í sjö ár og fá þá Rakel að launum. Jakob gerði það af því að hann elskaði Rakel mjög heitt. En veistu hvað gerðist þegar tíminn var liðinn og komið að brúðkaupinu?

Laban gaf Jakobi eldri dóttur sína, Leu, í staðinn fyrir Rakel. Þegar Jakob síðan samþykkti að vinna fyrir Laban í sjö ár í viðbót gaf Laban honum einnig Rakel fyrir konu. Á þeim tíma leyfði Guð mönnum að eiga fleiri en eina konu. En Biblían sýnir að núna má maður aðeins eiga eina konu.