Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Einkenni lærisveina Krists

Einkenni lærisveina Krists

Söngur 200

Einkenni lærisveina Krists

(Jóhannes 13:34, 35)

1. Menn Krists glöggt nú greina má,

gæðum kærleiks þekkjast á.

Jesús sýndi sanna tryggð,

sína ást á allri dyggð.

Hvar má ástúð slíka sjá

sem Guðs þjónar stöðugt tjá?

Hendi bróður hætta stíf,

honum bjóðum eigið líf.

2. „Alla menn þú elska skalt,“

á því byggist lögmál allt.

Það er kærleiks kunna slóð,

hverjum manni huggun góð.

Leitar ei að eigin hag,

öðrum sýnir hjálparbrag.

Nýja boð Krists blessun er,

berum sama huga hér.

3. Gott í fari flestra sér,

frið og eining með sér ber.

Villist einhver vegi frá

vinsemd honum sýnir þá.

Augljóst vera öllum má

að Guðs blessun fólk hans á.

Fyrir soninn frelsun næst,

föðurelskan ber þar hæst.