Af hverju eru svona margar reglur?
KAFLI 22
Af hverju eru svona margar reglur?
Nefndu nokkrar reglur sem gilda á þínu heimili. ․․․․․
Finnst þér reglur heimilisins alltaf vera sanngjarnar?
□ Já □ Nei
Hvaða reglu finnst þér erfiðast að fara eftir? ․․․․․
HÚSREGLUR, eins og þær eru stundum kallaðar, eru boð og bönn sem foreldrarnir setja þér. Þessar reglur gætu tengst heimalærdómi, verkefnum á heimilinu, útivistartíma eða hversu lengi þú mátt tala í símann, horfa á sjónvarpið eða nota tölvuna. Sumar reglur gætu náð út fyrir veggi heimilisins og falið í sér hegðun í skólanum eða val á vinum.
Finnst þér þessar reglur hamla þér? Kannski líður þér eins og þessum unglingum:
„Ég var að verða vitlaus á því að þurfa alltaf að koma heim á ákveðnum tíma! Mér fannst óþolandi þegar aðrir máttu vera lengur úti en ég.“ — Allen.
„Mér finnst ömurlegt þegar þau skoða farsímann minn. Það er komið fram við mig eins og smábarn!“ — Elísabet.
„Mér fannst eins og foreldrar mínir væru að reyna að eyðileggja félagslíf mitt, eins og þau vildu ekki að ég ætti neina vini.“ — Nicole.
Þótt ungu fólki finnist oft erfitt að fylgja reglum foreldranna viðurkenna flestir unglingar að einhverjar reglur séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir algera ringulreið. En af hverju eru þá sumar reglurnar svona óþolandi?
„Ég er ekkert smábarn lengur!“
Kannski ergja reglurnar þig af því að þér finnst foreldrarnir koma fram við þig eins og krakka. Þig langar til að öskra: „Ég er ekkert smábarn lengur!“ En eflaust finnst foreldrum þínum þessar reglur vera nauðsynlegar til að vernda þig og búa þig undir ábyrgð fullorðinsáranna.
Kannski finnst þér eins og reglurnar á heimilinu hafi staðið í stað og séu ekki í takt við aldur þinn. Þér finnst þær kannski hamla þér. Stelpu, sem heitir Brielle, leið þannig en hún sagði um foreldra sína: „Þau eru alveg búin að gleyma því hvernig það er að vera á mínum aldri. Þau leyfa
mér ekki að segja mína skoðun, taka ákvarðanir eða vera fullorðin.“ Allison hefur svipaða sögu að segja. „Foreldrar mínir virðast ekki skilja að ég er 18 ára en ekki 10,“ segir hún. „Þau verða að treysta mér betur.“Það getur verið sérstaklega erfitt að fylgja reglum heimilisins ef foreldrarnir virðast vera strangari við þig en systkini þín. Þegar Matthew minnist unglingsáranna segir hann um yngri systur sína og frænkur: „Stelpurnar komust upp með hvað sem er.“
Væri betra að hafa engar reglur?
Kannski dreymir þig um að losna undan yfirráðum foreldra þinna og það er skiljanlegt. En værirðu virkilega betur sett(ur) ef þú þyrftir ekki að fylgja neinum reglum? Þú þekkir sennilega unglinga á þínum aldri sem fá að vera úti eins lengi og þeir vilja, geta klæðst hverju sem er og farið með vinum sínum hvert sem er, á hvaða tíma sem er. Kannski eru foreldrarnir bara of uppteknir til að taka eftir því sem börnin þeirra eru að gera. Hvað sem því líður sýnir Biblían fram á að slíkt barnauppeldi Orðskviðirnir 29:15) Kærleiksleysið, sem er allsráðandi í heiminum, má að stórum hluta rekja til þess að fólk er eigingjarnt og margir hafa alist upp á agalausum heimilum. — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.
beri ekki árangur. (Í stað þess að öfunda unglinga sem mega gera allt sem þeim sýnist skaltu líta á reglur foreldranna sem merki um kærleika þeirra og umhyggju. Með því að setja þér sanngjarnar reglur eru þau að líkja eftir Jehóva Guði sem sagði við þjóð sína: „Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér.“ — Sálmur 32:8.
En stundum gæti þér fundist reglur foreldranna vera að kæfa þig. Hvernig geturðu fengið meira svigrúm?
Tjáskipti sem virka
Viltu meira frelsi eða ertu að reyna að sætta þig við þær hömlur sem foreldrarnir setja þér? Þá er lykillinn góð tjáskipti. „En ég hef reynt að tala við foreldra mína og það virkar bara ekki!“ gætu sumir sagt. Ef þér líður þannig skaltu spyrja þig: Gæti ég bætt tjáskipti mín? Tjáskipti eru mikilvægt verkfæri sem getur (1) hjálpað öðrum að skilja þig eða (2) hjálpað þér að skilja af hverju þú mátt ekki gera það sem þú vilt. Hugsaðu málið. Ef þú vilt hafa sömu réttindi og fullorðið fólk er rökrétt að þú lærir að tjá þig á þroskaðan hátt. Hvernig geturðu gert það?
Lærðu að hafa stjórn á tilfinningunum. Góð tjáskipti útheimta sjálfstjórn. Í Biblíunni segir: „Heimskinginn eys út allri reiði sinni en vitur maður hefur stjórn á henni.“ (Orðskviðirnir 29:11) Forðastu því að suða, fara í fýlu eða taka barnaleg frekjuköst. Að vísu gæti þig langað til að skella hurðum eða stappa niður fótum þegar foreldrarnir banna þér eitthvað en slík hegðun kallar sennilega á fleiri reglur — ekki meira frelsi.
Reyndu að skilja sjónarmið foreldranna. Tracy er vottur og alin upp af einstæðri móður. Hún segir: „Ég spyr sjálfa mig: Hvað er mamma að reyna að kenna mér með þessum reglum?“ Að hvaða niðurstöðu kemst Tracy? „Mamma er að reyna að hjálpa mér að verða betri manneskja.“ (Orðskviðirnir 3:1, 2) Ef þú getur sett þig í spor foreldranna getur það hjálpað þér að eiga góð tjáskipti við þá.
Segjum til dæmis að foreldrar þínir vilji helst ekki leyfa þér að fara í ákveðið boð. Í stað þess að rífast við þau gætirðu spurt: „Hvað ef þroskaður og áreiðanlegur vinur kemur með mér?“ Þrátt fyrir tillögu þína er ekki víst að þau leyfi þér að fara. En ef þú skilur áhyggjur þeirra eru meiri líkur á því að þú getir komið með tillögu sem þau fallast á.
Sýndu að þér sé treystandi. Tökum dæmi um mann sem skuldar bankanum peninga. Ef hann greiðir afborganir af láninu á réttum tíma ávinnur hann sér traust bankans og bankinn gæti jafnvel verið fús til að lána honum meiri peninga í framtíðinni. Þetta er svipað á heimilinu. Þú skuldar foreldrunum hlýðni þína. Ef þú sýnir að hægt sé að treysta þér — í smáu sem stóru — er líklegra að foreldrarnir sýni þér meira traust í framtíðinni. En ef þú veldur þeim sífelldum vonbrigðum skaltu ekki láta það koma þér á óvart þótt „lánstraustið“ dvíni eða þú missir það alveg.
Þegar regla er brotin
Fyrr eða síðar er líklegt að þú brjótir einhverjar af reglum heimilisins — sinnir ekki húsverkunum þínum, talir of lengi í símann eða komir ekki heim á réttum tíma. (Sálmur 130:3) Þá verðurðu að horfast í augu við foreldra þína. Hvernig geturðu komið í veg fyrir að vond staða verði verri?
Segðu satt og rétt frá. Ekki spinna upp einhverja lygasögu. Ef þú gerir það grefurðu aðeins undan því trausti sem foreldrarnir bera enn til þín. Vertu heiðarleg(ur) og segðu þeim nákvæmlega hvað gerðist. (Orðskviðirnir 28:13) Forðastu að réttlæta þig eða gera lítið úr málunum. Og mundu alltaf að „mildilegt svar stöðvar bræði“. — Orðskviðirnir 15:1.
Biddu afsökunar. Það er vel við hæfi að biðjast afsökunar ef þú hefur valdið foreldrunum áhyggjum, vonbrigðum eða lagt á þá aukið erfiði. Ef þú gerir það gæti það einnig dregið úr refsingunni sem þú færð. En afsökunarbeiðni þín verður að vera einlæg.
Taktu afleiðingunum. (Galatabréfið 6:7) Fyrstu viðbrögð þín gætu verið að mótmæla refsingunni, sérstaklega ef hún virðist ósanngjörn. En það ber merki um þroska að taka ábyrgð á því sem maður gerir. Besti kosturinn gæti einfaldlega verið að vinna að því að endurheimta traust foreldranna.
Skoðaðu aftur þessi þrjú atriði. Í hverju þeirra þarftu helst að bæta þig? Skrifaðu það hér. ․․․․․
Að vissu leyti er það skylda foreldranna að ákveða hvað þú mátt gera og hvað ekki. Þess vegna talar Biblían um „fyrirmæli föður þíns“ og „viðvörun móður þinnar“. (Orðskviðirnir 6:20) En þér þarf samt ekki að líða eins og reglur heimilisins eigi eftir að eyðileggja líf þitt. Ef þú virðir yfirráð foreldra þinna lofar Jehóva þvert á móti að „þér vegni vel“ til langs tíma litið. — Efesusbréfið 6:1-3.
LESTU MEIRA UM ÞETTA EFNI Í KAFLA 3 Í 1. BINDI BÓKARINNAR
Er foreldri þitt háð eiturlyfjum eða áfengi? Lestu um hvernig þú getur tekist á við það.
LYKILRITNINGARSTAÐUR
„Heiðra föður þinn og móður . . . til þess að þér vegni vel.“ — Efesusbréfið 6:2, 3.
RÁÐ
Ef þú vilt að foreldrarnir gefi þér meira frelsi skaltu fyrst leggja það í vana þinn að fylgja reglum þeirra. Þegar þau sjá að þú ert hlýðin(n) eru þau líklegri til að verða við óskum þínum.
VISSIR ÞÚ . . .?
Rannsóknir sýna að unglingar eru líklegri til að ná árangri í námi, eiga góð samskipti við aðra og vera hamingjusamir ef foreldrarnir setja þeim kærleiksríkar reglur og fylgja þeim eftir.
HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?
Ef ég brýt reglu á heimilinu ætla ég að ․․․․․
Ég get áunnið mér traust foreldra minna með því að ․․․․․
Það sem mig langar að spyrja foreldra mína um ․․․․․
HVAÐ FINNST ÞÉR?
● Af hverju virðast foreldrar þínir stundum ofvernda þig?
● Af hverju bregst þú stundum of harkalega við hömlum?
● Hvernig getur þú bætt samskiptin við foreldra þína?
[Innskot á bls. 183]
„Þegar maður er ungur heldur maður oft að maður viti allt. Þess vegna er auðvelt að verða svekktur út í foreldra sína þegar þeir setja manni hömlur. En reglur þeirra eru manni fyrir bestu.“— Megan
[Rammi á bls. 186]
er verið að gera upp á milli systkina?
Hefurðu einhvern tíma spurt þig af hverju foreldrar geti ekki komið nákvæmlega eins fram við öll börnin sín. Ef svo er skaltu hugleiða þessa staðreynd: Það er ekki alltaf sanngjarnt að beita sömu uppeldisaðferðum á öll börnin. Spurningin er þessi: Er verið að vanrækja þínar þarfir? Tökum dæmi: Eru foreldrarnir til staðar þegar þú þarft að fá ráð, hjálp eða stuðning? Er svo er, geturðu þá sagt að þú verðir fyrir óréttlæti? Þar sem þú og systkini þín eru einstaklingar með ólíkar þarfir er ekki hægt fyrir foreldra þína að koma alltaf eins fram við ykkur öll. Þetta skildi Beth seinna meir. Núna er hún 18 ára og segir: „Við bróðir minn erum tveir ólíkir einstaklingar og þurftum ólíkt uppeldi. Þegar ég horfi til baka finnst mér ótrúlegt að ég hafi ekki skilið þetta þegar ég var yngri.“
[Rammi/mynd á bls. 189]
Vinnublað
talaðu við foreldra þína!
Í tveimur síðustu köflum hefur verið rætt um það hvernig þú getur tekið gagnrýni foreldranna og virt reglur heimilisins. Hvað geturðu gert ef þér finnst foreldrarnir of strangir á þessum sviðum? Hvernig geturðu komið af stað umræðum um þessi mál?
● Veldu tíma þegar þú ert róleg(ur) og foreldrar þínir eru ekki of uppteknir.
● Talaðu frá hjartanu en láttu tilfinningarnar ekki taka völdin. Sýndu foreldrunum viðeigandi virðingu.
Ef þér finnst foreldrar þínir vera of gagnrýnir gætirðu sagt: „Ég er að leggja mig fram um að gera það sem er rétt en það er erfitt þegar mér finnst ég fá stöðuga gagnrýni. Getum við talað saman um þetta?“
Skrifaðu hér fyrir neðan hvernig þú getur hafið máls á þessu við foreldra þína.
․․․․․
✔RÁÐ: Notaðu 21. kafla til að brjóta ísinn. Kannski eru foreldrar þínir fúsir til að ræða við þig um efni kaflans.
Ef þér finnst foreldrarnir ekki gefa þér nóg frelsi gætirðu sagt: „Mig langar til að verða ábyrgari einstaklingur svo að ég geti með tímanum fengið meira frelsi. Í hverju finnst ykkur ég þurfa að bæta mig?“
Skrifaðu hér fyrir neðan hvernig þú getur hafið máls á þessu við foreldra þína.
․․․․․
✔RÁÐ: Farðu yfir 3. kafla í 1. bindi bókarinnar. Hann heitir „Hvernig get ég fengið foreldra mína til að gefa mér meira frjálsræði?“ Skrifaðu síðan niður allar spurningar sem þú ert með varðandi það sem þú last.
[Mynd á bls. 184, 185]
Að hlýða reglum foreldra þinna er eins og að greiða bankalán — því ábyrgari sem þú ert þeim mun meira „lánstraust“ muntu fá.