Hvað merkir allt þetta?
Hvað merkir allt þetta?
JESÚS KRISTUR sagði að ,endalok veraldar‘ myndu einkennast af styrjöldum, matvælaskorti, drepsóttum og jarðskjálftum. — Matteus 24:1-8; Lúkas 21:10, 11.
Allar götur síðan 1914 hafa styrjaldir og átök þjóða og þjóðarbrota hrjáð mannkynið, oft vegna þess að prestar hafa blandað sér í stjórnmál. Upp á síðkastið hafa stórfelld hryðjuverk bæst við.
Hundruð milljóna manna í heiminum búa við stöðugt hungur þrátt fyrir framfarir í matvælaframleiðslu. Árlega deyja milljónir manna af völdum matarskorts.
Drepsóttir eru líka hluti af tákninu sem Jesús lýsti. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar braust út inflúensufaraldur sem dró meira en 21.000.000 manna til dauða. Ólíkt farsóttum fyrri alda, sem voru oftast staðbundnar, geisaði þessi farsótt um allan heim og náði jafnvel til afskekktustu eyja. Núna geisar alnæmi eins og faraldur í heiminum og berklar, malaría, árblinda og höfgasótt eru landlæg í þróunarlöndunum.
Hermt er að á hverju ári mælist tugþúsundir jarðskjálfta og eru þeir misöflugir. En óháð því hvað mælitækjum og bættum skráningaraðferðum líður skýra fjölmiðlar oft frá mannskæðum jarðskjálftum á þéttbýlum svæðum.
Biblían spáði einnig: „Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!“ — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.
Ertu ekki sammála því að við lifum „örðugar tíðir“?
Hefurðu veitt því eftirtekt hve fólk er orðið yfirgengilega eigingjarnt, fégráðugt og hrokafullt?
Blasir ekki við að heimurinn er fullur af kröfuhörðu en vanþakklátu, ósáttfúsu og sviksömu fólki?
Er ekki deginum ljósara að kærleikur hefur dvínað stórlega og óhlýðni barna við foreldra hefur magnast til muna, ekki aðeins sums staðar heldur út um allan heim?
Þú gerir þér áreiðanlega ljóst að við búum í heimi sem er á kafi í skemmtana-
og munaðarlífi en elskar ekki hið góða. Þannig lýsir Biblían ríkjandi einkennum fólks á „síðustu dögum“.Þarf fleira til að sýna fram á á hvaða tímum við lifum? Jesús sagði einnig að fagnaðarerindið um ríki Guðs yrði prédikað um alla jörðina á þessu sama tímabili. (Matteus 24:14) Er það gert núna?
Varðturninn er biblíutengt tímarit sem er helgað því að boða fagnaðarerindið um ríki Jehóva. Það er gefið út á fleiri tungumálum en nokkurt annað tímarit.
Vottar Jehóva nota meira en einn milljarð klukkustunda á ári til að vitna persónulega fyrir fólki um ríki Guðs.
Þeir gefa út biblíuskýringarit á hér um bil 400 tungumálum, meðal
annars á málum sem eru töluð af fámennum og afskekktum málsamfélögum. Vottar Jehóva hafa komið fagnaðarerindinu til allra þjóða og prédikað á eyjum og svæðum sem eru minni en svo að þau skipti nokkru máli í heimi stjórnmálanna. Í flestum löndum heims standa þeir fyrir reglulegri biblíufræðslu.Fagnaðarerindið um ríki Guðs er vissulega prédikað um alla jörðina. Markmiðið er ekki að snúa heiminum til trúar heldur að vitna fyrir honum. Alls staðar er fólki gefið tækifæri til að sýna hvort það lætur sig varða hver skapaði himin og jörð og hvort það virðir lög hans og elskar náungann. — Lúkas 10:25-27; Opinberunarbókin 4:11.
Innan tíðar mun ríki Guðs hreinsa jörðina af allri illsku og breyta henni í heimsparadís. — Lúkas 23:43.
[Rammi/mynd á bls. 6]
Síðustu dagar hvers?
Það er ekki átt við síðustu daga mannkynsins. Biblían gefur þeim sem gera vilja Guðs von um eilíft líf. — Jóhannes 3:16, 36; 1. Jóhannesarbréf 2:17.
Það er ekki átt við síðustu daga jarðarinnar. Biblían lofar að jörðin standi að eilífu. — Sálmur 37:29; 104:5; Jesaja 45:18.
Það er átt við síðustu daga þessa ofbeldisfulla og kærleikslausa heims og þeirra manna sem fylgja hátterni hans. — Orðskviðirnir 2:21, 22.
[Rammi/mynd á bls. 7]
Er Biblían orð Guðs?
Spámenn Biblíunnar skrifuðu hvað eftir annað: „Svo segir Drottinn.“ (Jesaja 43:14; Jeremía 2:2) Jesús Kristur, sonur Guðs, benti meira að segja á að hann ,talaði ekki af sjálfum sér‘. (Jóhannes 14:10) Biblían segir skýrt og greinilega: „Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ — 2. Tímóteusarbréf 3:16.
Engin önnur bók er gefin út á jafnmörgum tungumálum eða meira en 2200 samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu biblíufélögunum. Engin bók er jafnútbreidd og Biblían. Heildarupplag hennar nemur nú meira en fjórum milljörðum eintaka. En er ekki við því að búast að bók, sem flytur boðskap Guðs til alls mannkyns, sé mjög útbreidd?
Nánari rök fyrir því að Biblían sé innblásin af Guði má finna í bæklingnum Bók fyrir alla menn sem gefinn er út af Vottum Jehóva.
Þú getur haft mikið gagn af Biblíunni ef þú lest hana með því hugarfari að hún sé orð Guðs.
[Rammi/mynd á bls. 8]
Hvað er ríki Guðs?
Það er himnesk stjórn sem ríkir í umboði Jehóva, hins sanna Guðs, skapara himins og jarðar. — Jeremía 10:10, 12.
Biblían segir að Guð hafi falið Jesú Kristi stjórnvaldið. (Opinberunarbókin 11:15) Þegar Jesús var á jörðinni sýndi það sig að Guð hafði fengið honum feikilegt vald í hendur, vald sem gerði honum kleift að stjórna náttúruöflunum, lækna alls konar sjúkdóma og jafnvel að reisa upp dána. (Matteus 9:2-8; Markús 4:37-41; Jóhannes 11:11-44) Innblásnir spádómar Biblíunnar boðuðu að Guð myndi gefa honum „vald, heiður og ríki, svo að honum skyldu þjóna allir lýðir, þjóðir og tungur“. (Daníel 7:13, 14) Stjórnin er kölluð himnaríki enda stjórnar Jesús Kristur núna af himni ofan.
[Mynd á bls. 7]
Fagnaðarerindið er prédikað um allan heim.