Söngur 41
Tilbiðjið Jehóva á æskuárunum
1. Synir og dætur sem Drottinn Guð ann,
dýrmæt í augum hans lofið þið hann.
Ást fyrir atbeina okkar Guð ljær
ykkur sem öll eruð honum svo kær.
2. Foreldra heiðrið sem ljá ykkur líf,
laus verið einatt við deilur og kíf.
Ef þið Guðs hylli nú hljótið hvað mest
hamingjurík verður æskan þá best.
3. Skaparann munið því æskunnar ár,
elskið meir sannleika Drottins og spár.
Gefið þið líf ykkar Guði af þrá,
gleðjið þið konunginn Jehóva þá.
(Sjá einnig Sálm. 71:17; Harmlj. 3:27; Ef. 6:1-3.)