Líkjum eftir trúboðanum mikla
Líkjum eftir trúboðanum mikla
„Verið eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists.“ — 1. KOR. 11:1.
1. Af hverju eigum við að líkja eftir Jesú Kristi?
PÁLL postuli líkti eftir Jesú Kristi, trúboðanum mikla, og hvatti trúsystkini sín: „Verið eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists.“ (1. Kor. 11:1) Eftir að Jesús hafði veitt postulunum kennslu í auðmýkt með því að þvo fætur þeirra, sagði hann: „Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.“ (Jóh. 13:12-15) Við sem erum kristin eigum að líkja eftir Jesú í orðum okkar og verkum og leitast við að sýna sömu eiginleika og hann. — 1. Pét. 2:21.
2. Hvaða hugarfar geturðu haft þó að þú sért ekki skipaður trúboði af hinu stjórnandi ráði?
2 Í greininni á undan kom fram að trúboðar eru sendir til að flytja öðrum fagnaðarerindið. Páll varpaði fram nokkrum áhugaverðum spurningum í þessu sambandi. (Lestu Rómverjabréfið 10:11-15.) Við tökum eftir að postulinn spurði: „Hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki?“ Síðan vitnar hann í spádóm Jesaja og segir: „Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu.“ (Jes. 52:7) Jafnvel þó að þú hafir ekki verið skipaður trúboði og sendur til að boða trúna erlendis geturðu engu að síður verið duglegur boðberi. Þú getur líkt eftir Jesú með því að boða fagnaðarerindið af kappi. Á síðasta ári gerðu 6.957.852 boðberar „verk trúboða“ í 236 löndum. — 2. Tím. 4:5.
„Vér yfirgáfum allt og fylgdum þér“
3, 4. Hvað sagði Jesús skilið við á himnum og hvað þurfum við að gera til að fylgja honum?
3 Jesús „svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd“ og kom til jarðar. Hann sagði skilið við Fil. 2:7) Hvað sem við gerum til að feta í fótspor Krists kemst það aldrei í hálfkvisti við það sem hann gerði með því að koma til jarðar. Við getum hins vegar verið staðfastir fylgjendur hans og varast að horfa með eftirsjá til þess sem við höfðum í heimi Satans. — 1. Jóh. 5:19.
líf sitt og vegsemd á himnum til að gegna því hlutverki sem honum hafði verið ætlað. (4 Einhverju sinni sagði Pétur postuli við Jesú: „Vér yfirgáfum allt og fylgdum þér.“ (Matt. 19:27) Pétur, Andrés, Jakob og Jóhannes yfirgáfu fiskinetin tafarlaust þegar Jesús bauð þeim að fylgja sér. Þeir sögðu skilið við fiskveiðarnar og gerðu boðun fagnaðarerindisins að aðalstarfi sínu. Samkvæmt Lúkasarguðspjalli sagði Pétur: „Vér yfirgáfum allt, sem vér áttum, og fylgdum þér.“ (Lúk. 18:28) Fæst höfum við þurft að yfirgefa allt sem við áttum til að fylgja Jesú. Við þurftum hins vegar að afneita sjálfum okkur til að fylgja honum og þjóna Jehóva af heilum huga. (Matt. 16:24) Og við höfum hlotið ríkulega blessun fyrir. (Lestu Matteus 19:29.) Það veitir okkur mikla gleði að líkja eftir Kristi og hafa brennandi áhuga á boðunarstarfinu, ekki síst ef við höfum átt einhvern þátt í að hjálpa annarri manneskju að eignast samband við Guð og son hans.
5. Nefndu dæmi sem sýnir hvað innflytjendur gera oft þegar þeir kynnast sannleika Biblíunnar.
5 Valmir var gullgrafari. Hann var frá Brasilíu en bjó í Súrínam. Hann var drykkjumaður og lifði siðlausu lífi. Einhverju sinni var hann staddur í borg einni og hitti þá votta Jehóva sem fóru að fræða hann um Biblíuna. Þeir hittust daglega til biblíunáms. Valmir gerði margs konar breytingar á líferni sínu og áður en langt um leið var hann skírður. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að vinnan tálmaði honum að lifa í samræmi við hina nýju trú sína. Hann seldi því gullvinnsluna sem hafði þó gefið vel af sér og fluttist aftur heim til Brasilíu til að hjálpa fjölskyldunni að finna andlegar gersemar. Fjöldi fólks flytur til efnameiri landa í leit að vinnu. Sumir þeirra kynnast sannleika Biblíunnar og algengt er að þeir segi fúslega upp vinnunni og flytji aftur heim í þeim tilgangi að hjálpa ættingjum og öðrum að kynnast Jehóva. Þessir boðberar hafa brennandi áhuga á að boða fagnaðarerindið.
6. Hvað getum við gert ef við höfum ekki tök á að flytja á svæði þar sem vantar boðbera?
6 Fjöldi votta hefur haft tök á að flytjast til staða þar sem vantar boðbera. Sumir hafa jafnvel flust til annarra landa. Það er ekki víst að við séum sjálf í aðstöðu til að fara að dæmi þeirra. Hins vegar getum við líkt eftir Jesú með því að gera alltaf okkar besta í boðunarstarfinu.
Jehóva sér fyrir nauðsynlegri menntun
7. Hvaða skólar hafa verið settir á laggirnar til að gera okkur að færari boðberum?
7 Jesús lærði af föður sínum og við getum sömuleiðis notfært okkur þá menntun sem Jehóva lætur í té. Jesús sagði: „Hjá spámönnunum er skrifað: ‚Þeir munu allir verða af Guði fræddir.‘“ (Jóh. 6:45; Jes. 54:13) Ýmsum skólum hefur verið komið á laggirnar til að gera okkur fær um að boða fagnaðarerindið. Vafalaust höfum við öll notið góðs af Boðunarskólanum í heimasöfnuði okkar. Brautryðjendur fá að sækja Brautryðjendaskólann. Og margir reyndir brautryðjendur hafa fengið að sitja skólann tvisvar. Öldungar og safnaðarþjónar hafa sótt Ríkisþjónustuskólann í þeim tilgangi að verða færari kennarar og til að geta þjónað trúsystkinum sínum betur. Fjöldi einhleypra öldunga og safnaðarþjóna hefur setið Þjónustuþjálfunarskólann og það hefur gert þá færari við að hjálpa öðrum í boðunarstarfinu. Mörg trúsystkini okkar hafa auk þess sótt Gíleaðskólann og verið send sem trúboðar til annarra landa.
8. Hve mikils meta sumir menntunina sem Jehóva lætur í té?
8 Margir vottar Jehóva hafa þurft að breyta ýmsu til að geta sótt þessa skóla. Yugu býr í Kanada. Hann þurfti að segja upp vinnunni til að sækja Þjónustuþjálfunarskólann vegna þess að vinnuveitandinn vildi ekki gefa honum frí. „Ég sé ekkert eftir því,“ segir Yugu. „Ef ég hefði fengið frí vegna greiðasemi hefði kannski verið ætlast til þess að ég sýndi fyrirtækinu tryggð með því að vinna þar til frambúðar. Núna get ég hins vegar tekið að mér hvaða verkefni sem Jehóva vill fela mér.“ Margir hafa fúslega fórnað ýmsu sem þeir mátu áður mikils, til að geta nýtt sér menntunina sem Jehóva lætur í té. — Lúk. 5:28.
9. Nefndu dæmi sem sýnir hvaða árangri má ná með biblíulegri kennslu og góðri viðleitni.
9 Biblíuleg kennsla ásamt góðri viðleitni getur skilað ótrúlegum árangri. (2. Tím. 3:16, 17) Tökum Saulo í Gvatemala sem dæmi. Hann fæddist lítillega þroskahamlaður og einn af kennurum hans ráðlagði móður hans að neyða hann ekki til að læra að lesa, það myndi bara ergja hann. Saulo var ólæs þegar hann hætti skólagöngu. Vottur nokkur kenndi honum hins vegar að lesa og notaði til þess þar til gerðan bækling, Apply Yourself to Reading and Writing. Saulo var að lokum fær um að flytja ræður í Boðunarskólanum. Einu sinni, þegar móðir hans var að boða trúna hús úr húsi, hitti hún konuna sem hafði kennt honum í skóla. Þegar konan heyrði að Saulo væri orðinn læs bað hún móður hans að taka hann með sér þegar hún kæmi aftur að viku liðinni. Þegar þau hittust viku síðar spurði konan Saulo: „Hvað ætlarðu að kenna mér?“ Saulo byrjaði þá að lesa grein upp úr bókinni Hvað kennir Biblían? „Ég trúi varla að þú sért núna að kenna mér,“ sagði konan og faðmaði Saulo með tárin í augunum.
Kennsla sem nær til hjartans
10. Hvaða frábæru bók höfum við til að kenna öðrum sannleika Biblíunnar?
10 Jesús byggði kennslu sína á því sem Jehóva kenndi honum beint og á leiðbeiningum sem var að finna í Ritningunum. (Lúk. 4:16-21; Jóh. 8:28) Við líkjum eftir Jesú með því að fara eftir ráðum hans og fylgja leiðbeiningum Biblíunnar. Þess vegna erum við sameinuð í sama hugarfari og sömu skoðun. (1. Kor. 1:10) Við erum innilega þakklát fyrir að hinn „trúi og hyggni þjónn“ skuli sjá okkur fyrir biblíutengdum ritum sem hjálpa okkur öllum að veita sömu fræðsluna og boða fagnaðarerindið á sem bestan hátt. (Matt. 24:45; 28:19, 20) Bókin Hvað kennir Biblían? er eitt þessara rita en hún er nú fáanleg á 179 tungumálum.
11. Hvernig notaði systir í Eþíópíu bókina Hvað kennir Biblían? til að rökræða við konu sem var andsnúin sannleikanum?
11 Bókin Hvað kennir Biblían? getur jafnvel hjálpað okkur að fá fólk sem er á móti okkur til að skipta um skoðun. Lula er brautryðjandi í Eþíópíu. Einu sinni var hún að kenna konu þegar ættingi konunnar ruddist inn á heimilið og sagði að það væri engin þörf fyrir svona biblíunám. Lula rökræddi rólega við æsta konuna og notaði líkinguna um falsaða peninga í 15. kafla bókarinnar. Konan róaðist og leyfði þeim að halda náminu áfram. Hún var mætt á staðinn þegar Lula kom næst og bað um biblíunámskeið handa sjálfri sér. Hún bauðst meira að segja til að borga fyrir það. Fljótlega voru þær farnar að hittast þrisvar í viku og konan tók góðum framförum í trúnni.
12. Nefndu dæmi sem sýnir hvernig börn og unglingar geta kennt sannleika Biblíunnar með góðum árangri.
12 Börn og unglingar geta notað bókina Hvað kennir Biblían? til að hjálpa öðrum. Keanu er 11 ára og býr á Hawaii. Hann var að lesa í bókinni í skólanum þegar bekkjarfélagi spurði hann: „Af hverju heldurðu ekki hátíðir?“ Keanu las svarið beint upp úr viðaukanum „Ættum við að halda hátíðir?“ Síðan fletti hann upp á efnisyfirliti bókarinnar og spurði strákinn hvaða efni honum þætti forvitnilegast. Biblíunámskeið fylgdi í kjölfarið. Á síðasta þjónustuári héldu vottar Jehóva 6.561.426 biblíunámskeið, oft með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? Notar þú þessa bók til að kenna fólki?
13. Hvaða áhrif getur biblíunám haft á fólk?
13 Bókin Hvað kennir Biblían? getur haft sterk áhrif á þá sem langar til að gera vilja Guðs. Sérbrautryðjendahjón í Noregi byrjuðu að kenna fjölskyldu frá Sambíu með hjálp bókarinnar. Hjónin frá Sambíu áttu þrjár dætur og vildu ekki eignast fleiri börn. Þegar konan varð ófrísk ákváðu þau að láta eyða fóstrinu. Nokkrum dögum áður en hún átti bókað viðtal við lækni fóru þau yfir kaflann „Virðing fyrir lífinu“. Í kaflanum er mynd af ófæddu barni. Myndin hafði svo sterk áhrif á hjónin að þau ákváðu að hætta við fóstureyðinguna. Þau héldu áfram að taka góðum framförum í trúnni og nefndu nýfæddan son sinn eftir bróðurnum sem kenndi þeim.
14. Lýstu með dæmi þeim góðu áhrifum sem það getur haft að fara eftir því sem við kennum.
14 Jesús lifði eftir því sem hann kenndi og það var mikilvægur þáttur í kennslu hans. Vottar Jehóva líkja eftir Jesú og margir kunna að meta þá fyrir góða breytni þeirra. Kaupmaður á Nýja-Sjálandi varð fyrir því óláni að brotist var inn í bílinn hans og skjalatösku stolið. Hann kærði innbrotið og lögreglumaður sagði þá við hann: „Eini möguleikinn á að þú fáir töskuna aftur er að einhver vottur Jehóva finni hana.“ Systir, sem var að bera út dagblöð, fann töskuna. Hún hafði samband við eigandann og hann kom til að sækja töskuna. Honum létti stórlega þegar hann komst að raun um að verðmætt skjal var enn í töskunni. Systirin sagði við hann: „Það var nú bara eðlilegt að ég skilaði töskunni. Ég er nefnilega vottur Jehóva.“ Kaupmaðurinn var steinhissa, minnugur þess sem lögreglumaðurinn hafði sagt honum um morguninn. Augljóst er að sannkristnir menn lifa í samræmi við kenningar Biblíunnar og fordæmi Jesú. —Líktu eftir viðmóti Jesú
15, 16. Hvernig getum við laðað fólk að boðskapnum sem við boðum?
15 Viðmót Jesú gerði boðskap hans aðlaðandi. Kærleikur hans og auðmýkt löðuðu þá sem minna máttu sín að honum. Hann sýndi umhyggju og samúð þeim sem komu til hans og hann hughreysti þá með hlýlegum orðum. Hann læknaði marga af meinum þeirra. (Lestu Markús 2:1-5.) Við getum ekki unnið kraftaverk. Hins vegar getum við verið kærleiksrík, auðmjúk og umhyggjusöm, og það laðar fólk að sannleikanum.
16 Sérbrautryðjandasystir, sem heitir Tariua, var að boða fagnaðarerindið á afskekktri eyju í Kíríbatí-eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Hún hitti roskinn mann, Beere að nafni, sem lét í ljós að hann hefði ekki áhuga á að hlusta á hana. Tariua sá að hann var lamaður að hluta og sýndi honum samúð. „Hefurðu heyrt hvað Guð lofar sjúkum og öldruðum?“ spurði hún og las síðan upp úr spádómi Jesaja. (Lestu Jesaja 35:5, 6.) Þetta vakti áhuga mannsins og hann sagði: „Árum saman hef ég lesið í Biblíunni og fengið heimsóknir trúboða frá kirkjunni minni en þetta hef ég aldrei séð í Biblíunni.“ Biblíunámskeið var hafið hjá Beere og hann tileinkaði sér sannleikann jafnt og þétt. Hann er nú skírður og þótt hann sé verulega fatlaður hefur hann umsjón með einangruðum hópi og getur gengið um eyna þvera og endilanga til að boða fagnaðarerindið.
Haltu áfram að líkja eftir Kristi
17, 18. (a) Hvernig geturðu náð góðum árangri í boðunarstarfinu? (b) Hvað bíður þeirra sem leggja sig fram í boðunarstarfinu?
17 Við getum náð góðum árangri í boðunarstarfinu ef við tileinkum okkur sömu eiginleika og Jesús. Ótal dæmi eru til vitnis um það. Kappsamir boðberar fagnaðarerindisins ættu því að líkja eftir Kristi.
18 „Hvað munum vér hljóta?“ spurði Pétur þegar sumir gerðust lærisveinar Jesú á fyrstu öld. Jesús svaraði: „Hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.“ (Matt. 19:27-29) Við megum treysta að þessi orð rætist á okkur ef við höldum áfram að líkja eftir trúboðanum mikla, Jesú Kristi.
Hvert er svarið?
• Hvaða menntun veitir Jehóva boðberum fagnaðarerindisins?
• Af hverju er bókin Hvað kennir Biblían? gott kennslurit?
• Hvernig getum við líkt eftir viðmóti Jesú?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 17]
Þegar Jesús bauð Pétri, Andrési, Jakobi og Jóhannesi að fylgja sér þáðu þeir boðið tafarlaust.
[Mynd á blaðsíðu 19]
Rit eins og bókin „Hvað kennir Biblían?“ hjálpa okkur öllum að veita sömu fræðsluna.