Getur Biblían komið að gagni við barnauppeldi?
Getur Biblían komið að gagni við barnauppeldi?
ORKÍDEAN er mjög glæsilegt blóm en erfið í ræktun. Til að ræktunin takist vel þarf að gæta þess að hitastig, ljósmagn og pottastærð sé við hæfi. Það er ekki sama í hvers konar jarðvegi hún er ræktuð og hvaða áburð hún fær. Hún er afar viðkvæm fyrir sýkingu og skordýrum. Því er mjög algengt að fyrsta tilraun til ræktunar mistakist.
Barnauppeldi er miklu erfiðra og flóknara og krefst sérstakrar umhyggju. Það er algengt að foreldrar finni fyrir öryggisleysi þegar kemur að uppeldinu. Mörgum finnst þeir þurfa á hjálp að halda líkt og sá sem ræktar orkídeur þarfnast aðstoðar kunnáttumanns í faginu. Það gefur augaleið að allir foreldrar vilja fá bestu leiðbeiningarnar sem völ er á. En hvar er hægt að finna slíkar leiðbeiningar?
Þótt Biblían sé ekki handbók um barnauppeldi innblés skaparinn riturum hennar að skrá niður mjög gagnlegar og viturlegar ráðleggingar þar að lútandi. Í Biblíunni er lögð áhersla á að þroska æskilega eiginleika sem að margra áliti er oft litið fram hjá. (Efesusbréfið 4:22-24) Ráðleggingarnar í Ritningunni eru undirstaða staðgóðrar fræðslu. Fjölmargir, sem hafa farið eftir þessum leiðbeiningum, hafa haft mikið gagn af þeim án tillits til menningarumhverfis eða þess á hvaða tíma þeir voru uppi. Með því að fara eftir ráðum Ritningarinnar getur þér lánast að ala börnin þín upp á farsælan hátt.
Fordæmi foreldranna er besta uppeldið
„Þú sem þannig fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig? Prédikar þú, að ekki skuli stela, og stelur þó? Segir þú, að ekki skuli drýgja hór, og drýgir þó hór?“ — Rómverjabréfið 2:21, 22.
Formaður fræðsluráðsins í Seúl sagði: „Fordæmi í orði og verki er besta uppeldið sem börn geta fengið.“ Ef foreldrar gefa börnunum tiltekin fyrirmæli en ganga ekki á undan með góðu fordæmi í orði og hegðun mun börnunum fljótlega finnast það tóm hræsni. Orð foreldranna missa marks. Foreldrarnir verða til dæmis að vera heiðarlegir ef þá langar til að kenna börnunum heiðarleika. Þegar foreldrar vilja ekki svara í símann er mjög algengt að sumir þeirra láti börnin segja: „Því miður, pabbi (eða mamma) er ekki heima.“ Barn sem fær slík fyrirmæli verður skömmustulegt og ringlað. Seinna meir gæti það farið að segja ósatt þegar það lendir í klípu, án þess að finna til sektarkenndar. Foreldrar sem vilja í einlægni að barnið sitt verði heiðarleg manneskja verða sjálfir að vera heiðarlegir í tali og verki.
Vilt þú ala barn þitt þannig upp að það verði kurteist í tali? Þá verður þú að sýna gott fordæmi. Barnið fer fljótt að líkja efir þér. Sung-sik, fjögurra barna faðir, segir: „Við hjónin ákváðum að nota ekki gróft orðbragð. Við sýndum hvort öðru virðingu og hækkuðum Galatabréfinu 6:7: „Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ Foreldrar, sem vilja að börnin þeirra setji sér háa siðferðisstaðla, verða fyrst að sýna að þeir lifi sjálfir samkvæmt slíkum stöðlum.
ekki róminn jafnvel þegar við vorum æst eða reið. Gott fordæmi reyndist miklu árangursríkara en orðin tóm. Við erum ánægð með að börnin okkar sýna tilhlýðilega virðingu og kurteisi þegar þau tala við aðra.“ Biblían segir íHaldið tjáskiptaleiðinni opinni
„Þú skalt brýna þau [boðorð Guðs] fyrir börnum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur.“ — 5. Mósebók 6:7.
Yfirvinna er sífellt að aukast nú á tímum. Þegar bæði hjónin vinna utan heimilis getur það haft alvarleg áhrif. Margir foreldrar hafa sífellt minni tíma til að vera með börnunum. Þegar foreldrarnir eru heima verða þeir að sinna heimilisverkum og öðrum störfum svo að gera má ráð fyrir að þeir séu þreyttir eða jafnvel úrvinda. Hvernig er hægt að hafa góð samskipti við börnin við slíkar aðstæður? Þið gætuð fengið tækifæri til að ræða saman ef þið ynnuð heimilisstörfin í sameiningu. Heimilisfaðir nokkur losaði sig meira að segja við sjónvarpstækið, fyrst og fremst til að hafa meiri tíma til að ræða við börnin. Hann sagði: „Í fyrstu leiddist börnunum en þegar ég fór í ýmsa þrautaleiki með þeim og ræddi við þau um áhugaverðar bækur sættu þau sig smám saman við breytinguna.“
Það er mikilvægt að börn venjist snemma á að tjá sig við foreldrana. Annars getur svo farið, þegar þau eru orðnir unglingar og lenda ef til vill í vandræðum, að þau líti ekki á foreldra sína sem nána vini sem þau geti talað við. Hvernig getið þið gert þeim auðveldara fyrir að segja það sem þeim býr í brjósti? Í Orðskviðunum 20:5 segir: „Ráðin í hjarta mannsins eru sem djúp vötn, og hygginn maður eys þar af.“ Foreldrar geta hvatt börnin til að láta í ljós hugsanir sínar og tilfinningar með því að nota viðhorfsspurningar eins og „hvað finnst þér?“
Hvað myndir þú gera ef barni þínu yrðu á alvarleg mistök? Þá þarf það mest á umhyggju að halda. Stilltu þig á meðan þú hlustar á barnið. Faðir nokkur segir frá því hvernig hann bregst við: „Ég reyni að bregðast ekki of hart við þegar börnunum verður á einhver mistök. Ég sest niður og hlusta á það sem þau hafa að segja. Ég reyni að átta mig á því hvað hafi komið fyrir. Þegar mér finnst ég eiga erfitt með að stilla skapið bíð ég smástund og róa mig niður.“ Áminningin er frekar tekin til greina ef þú hefur stjórn á tilfinningunum og hlustar.
Kærleiksríkur agi er frumskilyrði
„Þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins.“ — Efesusbréfið 6:4.
Góður árangur er undir því kominn hvernig kærleiksríkum aga er beitt. Hvernig gætu foreldrar ‚reitt börn sín til reiði‘? Barnið veitir viðnám sé aginn ekki í samræmi við alvarleika brotsins eða hann veittur á mjög aðfinnslusaman hátt. Aga á alltaf að beita af kærleika. (Orðskviðirnir 13:24) Ef þú talar við börnin og telur um fyrir þeim gera þau sér ljóst að þú agar þau vegna þess að þú vilt þeim vel. — Orðskviðirnir 22:15; 29:19.
Börnin hafa aftur á móti gott af því að finna fyrir óþægilegum afleiðingum vegna rangrar breytni. Þegar barn gerir til dæmis á hlut annars getur þú krafist þess að það biðjist afsökunar. Þegar heimilisreglur eru brotnar getur þú sett vissar hömlur til að leggja áherslu á hve mikilvægt sé að fara eftir reglum.
Gott er að beita aga á réttum tíma. Í Prédikaranum 8:11 segir: „Af því að dómi yfir verkum illskunnar er ekki fullnægt þegar í stað, þá svellur mönnum móður til þess að gjöra það sem illt er.“ Mörg börn láta reyna á það hvort þau geti komist hjá refsingu hafi þau hagað sér illa. Þegar þú hefur varað við að hegnt verði fyrir að gera eitthvað sem má ekki skaltu fyrir alla muni fylgja því eftir.
Holl afþreying er mikils virði
„Að hlæja hefir sinn tíma . . . og að dansa hefir sinn tíma.“ — Prédikarinn 3:1, 4.
Tómstundir og uppbyggileg afþreying í hófi er andlega og líkamlega nauðsynleg þroska barnsins. Þegar foreldrar njóta upplyftingar með börnunum styrkjast fjölskylduböndin og börnin öðlast öryggistilfinningu. Hvers konar afþreyingar geta allir í fjölskyldunni notið sameiginlega? Hægt er að finna sér margt til skemmtunar ef maður gefur sér tíma til að hugsa út í það. Þar má nefna útiíþróttir eins og hjólreiðar og boltaleiki svo sem tennis, badminton og blak. Ímyndaðu þér hvað það yrði gaman ef fjölskyldan léki saman á hljóðfæri. Hægt er að eignast indælar minningar með því að ferðast til nærliggjandi staða og njóta náttúrunnar.
Á slíkum stundum geta foreldrar kennt börnunum að sjá afþreyingu í réttu ljósi. Kristinn faðir þriggja sona sagði: „Ég tek þátt í því sem synir mínar gera sér til skemmtunar ef ég mögulega get. Þegar þeir spila til dæmis tölvuleiki spyr ég út á hvað leikirnir ganga. Þegar þeir segja mér frá þeim fullir af áhuga nota ég tækifærið til að tala um hættuna sem stafar af óheilnæmum skemmtunum. Ég hef tekið eftir að þeir halda sér frá óviðeigandi skemmtiefni“. Já, börn sem eru ánægð með afþreyingu á vegum fjölskyldunnar, sækjast síður í sjónvarpsefni, myndbönd, kvikmyndir og leiki á Netinu sem sýna ofbeldi, siðleysi og fíkniefnaneyslu.
Hjálpið börnunum að eignast góða vini
„Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.“ — Orðskviðirnir 13:20.
Kristinn faðir, sem ól upp fjögur börn á farsælan hátt, sagði: „Það verður aldrei lögð of mikil áhersla á hvað val á vinum er mikilvægt. Einn slæmur vinur getur eyðilagt allt sem maður hefur lagt á sig.“ Til að hjálpa börnunum að eignast góða vini spurði hann þau gjarnan: Hver er besti vinur þinn? Hvers vegna líkar þér við hann? Hverju langar þig til að líkja eftir í fari hans? Aðrir foreldrar sjá til þess að börnin bjóði nánum vinum heim til sín. Þá geta þeir haft auga með þeim og veitt börnum sínum viðeigandi leiðbeiningar.
Það er einnig mikilvægt að kenna börnunum að þau geti alveg eins eignast vini meðal sér eldra fólks eins og meðal jafnaldra.
Bum-sun, faðir þriggja sona, segir: „Ég bendi börnunum á að vinir þurfi ekki endilega að vera á sama aldri eins og raunin var með Davíð og Jónatan samkvæmt frásögu Biblíunnar. Ég býð fólki á öllum aldri úr söfnuðinum til að njóta samverustunda með börnunum. Þar af leiðandi hafa börnin félagsskap við marga sem eru ekki jafnaldrar þeirra.“ Börnin læra margt þegar þau umgangast eldra fólk sem er til fyrirmyndar í allri hegðun.Farsælt barnauppeldi
Samkvæmt könnun, sem gerð var í Bandaríkjunum, höfðu margir foreldrar ekki árangur sem erfiði þegar þeir reyndu að innræta börnunum eiginleika svo sem sjálfsaga, sjálfsstjórn og heiðarleika. Af hverju er það svo erfitt? Móðir, sem svaraði í könnuninni, sagði: „Það versta er að eina leiðin til að vernda börnin er að loka þau inni og hleypa þeim aldrei út fyrir dyr.“ Hún átti við að umhverfið, sem börnin alast upp í núna, væri verra en nokkurn tíma fyrr. Er þá nokkur leið að ala börn upp á farsælan hátt við slíkar aðstæður?
Ef þig langaði til að rækta orkídeu en hefðir áhyggjur af því að hún visnaði gæti þér fallist hendur. Ef kunnáttumaður í orkídeuræktun bæri að garði, gæfi þér góðar hugmyndir og segði sannfærandi: „Þér mun takast vel til ef þú gerir þetta svona,“ myndi þér þá ekki létta? Jehóva, sem þekkir mannlegt eðli betur en nokkur annar, gefur okkur ráðleggingar um bestu aðferðirnar við barnauppeldi. Hann segir: „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskviðirnir 22:6) Þegar þú elur börnin upp samkvæmt ráðleggingum Biblíunnar muntu sennilega njóta þeirrar ánægju að sjá þau vaxa úr grasi og verða ábyrgðafullar manneskjur, nærgætnar og hugulsamar, með góða siðferðisvitund. Þá mun fólki þykja vænt um þau en framar öllu mun Jehóva, himneskur faðir okkar, elska þau.