Sálmur 6:1–10

  • Bæn um miskunn

    • Hinir dánu lofa ekki Guð (5)

    • Guð hlustar á grátbeiðni (9)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri í símjónít.* Söngljóð eftir Davíð. 6  Jehóva, refsaðu mér ekki í reiði þinni,agaðu mig ekki í heift þinni.+   Vertu mér góður,* Jehóva, því að ég er að þrotum kominn. Læknaðu mig, Jehóva,+ því að ég skelf á beinunum.   Ég er í öngum mínum+og spyr þig: Hve lengi, Jehóva?+   Snúðu aftur, Jehóva, og bjargaðu lífi mínu,+frelsaðu mig vegna þíns trygga kærleika.+   Hinir dánu minnast ekki á þig.* Hver lofar þig í gröfinni?*+   Ég er örmagna af andvörpum mínum,+alla nóttina væti ég rúm mitt tárum,baða hvílu mína í táraflóði.+   Augu mín eru myrkvuð af sorg,+orðin sljó* sakir þeirra sem ofsækja mig.   Farið frá mér, allir illvirkjar,því að Jehóva heyrir grát minn.+   Jehóva hlustar á grátbeiðni mína,+Jehóva bænheyrir mig. 10  Allir óvinir mínir munu skammast sín og skelfast,hraða sér burt með skömm.+

Neðanmáls

Eða „Sýndu mér miskunn“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „minnast þín ekki“.
Eða „hrum“.