Orðskviðirnir 30:1–33
30 Mikilvægur boðskapur sem Agúr Jakeson flutti Ítíel og Úkal.
2 Ég er fáfróðastur allra+og skil ekki allt sem menn ættu að skilja.
3 Ég hef ekki aflað mér viskuog bý ekki yfir þekkingu Hins háheilaga.
4 Hver hefur stigið upp til himins og komið aftur niður?+
Hver hefur safnað vindinum í lófa sér?
Hver hefur vafið vötnin inn í klæði sín?+
Hver hefur ákvarðað* öll endimörk jarðar?+
Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans – veistu það?
5 Orð Guðs eru öll hrein.*+
Hann er skjöldur þeirra sem leita athvarfs hjá honum.+
6 Bættu engu við orð hans+svo að hann ávíti þig ekkiog lygar þínar verði afhjúpaðar.
7 Ég bið þig um tvennt,neitaðu mér ekki um það áður en ég dey.
8 Forðaðu mér frá ósannindum og lygum.+
Veittu mér hvorki fátækt né auðæfi,gefðu mér aðeins þann mat sem ég þarf.+
9 Þá verð ég hvorki svo saddur að ég afneiti þér og segi: „Hver er Jehóva?“+
né svo fátækur að ég steli og vanvirði nafn Guðs míns.
10 Rægðu ekki þjón við húsbónda hanssvo að hann bölvi þér ekki og þú verðir fundinn sekur.+
11 Til eru þeir* sem bölva föður sínumog virða* ekki móður sína.+
12 Til eru þeir sem eru hreinir í eigin augum+en hafa ekki þvegið af sér óhreinindin.*
13 Til eru þeir sem hafa dramblát auguog hrokafullt augnaráð.+
14 Til eru þeir sem hafa sverð að tönnumog sláturhnífa að jöxlum.
Þeir rífa í sig hina bágstöddu á jörðinniog hina fátæku meðal mannanna.+
15 Blóðsugan á tvær dætur sem hrópa: „Gefðu! Gefðu!“
Þrennt er til sem fær aldrei nóg,fernt sem segir aldrei: „Þetta nægir“:
16 gröfin*+ og móðurlíf ófrjórrar konu,skrælnað og vatnslaust landog eldurinn sem segir aldrei: „Nú er nóg.“
17 Hrafnarnir í dalnum kroppa úr það augasem hæðist að föður sínum og neitar að hlýða móður sinniog arnarungarnir éta það.+
18 Þrennt er ofvaxið skilningi mínum*og fernt skil ég ekki:
19 veg arnarins um himininn,veg höggormsins á kletti,veg skips á opnu hafiog veg manns að ungri konu.
20 Þannig er hátterni ótrúrrar konu:
Hún borðar, þurrkar sér um munninnog segir: „Ég hef ekki gert neitt rangt.“+
21 Þrennt lætur jörðina nötraog fernt þolir hún ekki:
22 að þræll ríki sem konungur,+heimskingi hámi í sig mat,
23 fyrirlitin kona* gangi í hjónabandog þerna ryðji húsmóður sinni úr vegi.+
24 Fjögur dýr eru meðal þeirra smæstu á jörðinnien eru þó vitur af eðlishvöt:*+
25 Maurarnir eru ekki voldug þjóðen safna þó fæðu á sumrin.+
26 Klettagreifingjarnir*+ eru ekki máttug þjóðen gera sér þó híbýli í klettunum.+
27 Engispretturnar+ hafa engan konungen fara þó út í fylkingum.+
28 Gekkóinn+ nær gripi með fótunumog skríður inn í konungshöll.
29 Þrír eru tignarlegir í gangi,fjórir tignarlegir í fasi:
30 ljónið sem er sterkast allra dýraog hopar ekki fyrir neinum,+
31 mjóhundurinn, geithafurinnog konungur sem fer fyrir her sínum.
32 Ef þú hefur verið svo heimskur að upphefja sjálfan þig+eða hugsað um að gera þaðleggðu þá höndina á munninn+
33 því að rifrildi brýst út ef reitt er til reiði,+rétt eins og smjör myndast ef mjólk er strokkuðog blóð rennur ef þrýst er á nefið.
Neðanmáls
^ Orðrétt „reist“.
^ Hebreska orðið vísar til þess að hreinsa málm í eldi.
^ Orðrétt „Til er sú kynslóð“.
^ Orðrétt „blessa“.
^ Orðrétt „saurinn“.
^ Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
^ Eða „of undursamlegt fyrir mig“.
^ Eða „kona sem er ekki elskuð“.
^ Eða „afburðavitur“.
^ Eða „Hnubbarnir“.