Fimmta Mósebók 7:1–26

  • Sjö þjóðum skal útrýmt (1–6)

  • Ástæðan fyrir að Ísraelsmenn voru valdir (7–11)

  • Hlýðni stuðlar að velgengni (12–26)

7  Þegar Jehóva Guð þinn leiðir þig inn í landið sem þú ert í þann mund að taka til eignar+ hrekur hann burt undan þér fjölmennar þjóðir:+ Hetíta, Gírgasíta, Amoríta,+ Kanverja, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta,+ sjö þjóðir sem eru fjölmennari og öflugri en þú.+  Jehóva Guð þinn gefur þær þér á vald og þú munt sigra þær.+ Þú skalt útrýma þeim.*+ Þú mátt ekki gera nokkurn sáttmála við þær né sýna þeim miskunn.+  Þú mátt ekki stofna til nokkurra hjúskapartengsla* við þær. Gefðu ekki sonum þeirra dætur þínar og taktu ekki dætur þeirra handa sonum þínum.+  Það myndi snúa sonum ykkar og dætrum frá mér og verða til þess að þau þjónuðu öðrum guðum.+ Þá myndi reiði Jehóva blossa upp gegn ykkur og hann myndi útrýma ykkur snarlega.+  Í staðinn skuluð þið gera þetta: Rífið niður ölturu þeirra, brjótið helgisúlur þeirra,+ höggvið niður helgistólpa*+ þeirra og brennið skurðgoð þeirra.+  Þið eruð heilög þjóð í augum Jehóva Guðs ykkar og Jehóva Guð ykkar hefur útvalið ykkur sem þjóð sína, sérstaka* eign sína meðal allra þjóða sem búa á jörðinni.+  Það var ekki af því að þið væruð fjölmennust allra þjóða að Jehóva sýndi ykkur ástúð og valdi ykkur,+ því að þið voruð fámennust allra þjóða.+  En Jehóva elskaði ykkur og hélt eiðinn sem hann hafði svarið forfeðrum ykkar.+ Það var þess vegna sem Jehóva leiddi ykkur burt með sterkri hendi til að leysa ykkur úr þrælahúsinu,+ undan valdi* faraós Egyptalandskonungs.  Þið vitið vel að Jehóva Guð ykkar er hinn sanni Guð, hinn trúfasti Guð sem heldur sáttmála sinn og sýnir þeim tryggan kærleika í þúsund kynslóðir sem elska hann og halda boðorð hans.+ 10  En þeim sem hata hann refsar hann með því að útrýma þeim.+ Hann hikar ekki við að takast á við þá sem hata hann og refsa þeim. 11  Þess vegna skaltu gæta þess að halda þau boðorð, ákvæði og lög sem ég set þér í dag og lifa eftir þeim. 12  Ef þið haldið áfram að hlýða þessum lögum og fylgja þeim mun Jehóva Guð ykkar halda sáttmálann og sýna tryggan kærleika eins og hann sór forfeðrum ykkar. 13  Hann mun elska ykkur, blessa ykkur og fjölga. Hann mun blessa ykkur með fjölda barna*+ og blessa ávöxt jarðarinnar, korn þitt, nýja vínið, olíuna,+ kálfa hjarða þinna og lömb fénaðarins í landinu sem hann sór forfeðrum ykkar að gefa ykkur.+ 14  Þið hljótið meiri blessun en allar aðrar þjóðir.+ Enginn karl eða kona meðal ykkar verður barnlaus og ekkert af búfé þínu án afkvæmis.+ 15  Jehóva bægir frá ykkur öllum veikindum og leggur ekki á ykkur neina af þeim hræðilegu sjúkdómum sem þið þekktuð í Egyptalandi.+ En hann leggur þá á alla sem hata ykkur. 16  Þið eigið að eyða* öllum þjóðum sem Jehóva Guð ykkar gefur ykkur á vald.+ Þið* skuluð ekki vorkenna þeim+ og þið megið ekki þjóna guðum þeirra+ því að þá gengjuð þið í gildru.+ 17  Þið hugsið kannski sem svo: ‚Þessar þjóðir eru fjölmennari en við. Hvernig getum við hrakið þær burt?‘+ 18  En óttist þær ekki.+ Munið hvernig Jehóva Guð ykkar fór með faraó og allt Egyptaland.+ 19  Munið eftir hinum miklu refsidómum* sem þið sáuð, táknunum og kraftaverkunum+ og hvernig Jehóva Guð ykkar leiddi ykkur út þaðan með sterkri hendi og útréttum handlegg.+ Eins fer Jehóva Guð ykkar með allar þjóðirnar sem þið hræðist.+ 20  Jehóva Guð ykkar fyllir þær vanmáttarkennd* þar til þeir sem verða eftir+ og fela sig fyrir ykkur tortímast. 21  Látið þá ekki hræða ykkur því að Jehóva Guð ykkar er með ykkur,+ hinn mikli og mikilfenglegi Guð.+ 22  Jehóva Guð ykkar mun hrekja þessar þjóðir burt undan ykkur smám saman.+ Þið fáið ekki að útrýma þeim fljótt svo að villidýrunum fjölgi ekki um of. 23  Jehóva Guð ykkar gefur þær ykkur á vald og gersigrar þær svo að þær hverfa með öllu.+ 24  Hann gefur konunga þeirra ykkur á vald+ og þið munuð afmá nöfn þeirra undir himninum.+ Enginn getur veitt ykkur viðnám+ heldur munuð þið útrýma þeim.+ 25  Brennið skurðgoð þeirra.+ Girnist ekki silfrið eða gullið á þeim og takið það ekki handa sjálfum ykkur+ svo að það verði ekki gildra fyrir ykkur því að Jehóva Guð ykkar hefur viðbjóð á því.+ 26  Þið megið ekki fara með neitt viðbjóðslegt inn í hús ykkar svo að Guð eyði ykkur ekki* ásamt því. Hafið viðbjóð og megna andstyggð á því vegna þess að það á að eyða því.*

Neðanmáls

Eða „helga þær eyðingu“. Sjá orðaskýringar.
Eða „ekki mægjast“.
Eða „dýrmæta“.
Orðrétt „hendi“.
Orðrétt „blessa ávöxt kviðar þíns“.
Orðrétt „gleypa“.
Orðrétt „Auga þitt“.
Eða „prófraunum“.
Eða hugsanl. „ofsahræðslu; skelfingu“.
Eða „helgi ykkur ekki eyðingu“.
Eða „helga það eyðingu“.