Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Jesús Kristur

Jesús Kristur

Hversu mikilvægt er hlutverk Jesú í að framkvæma vilja Jehóva?

Pos 4:12; 10:43; 2Kor 1:20; Fil 2:9, 10

Sjá einnig Okv 8:22, 23, 30, 31; Jóh 1:10; Op 3:14.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 16:13–17 – Pétur postuli segir Jesú vera Krist og son Guðs.

    • Mt 17:1–9 – Jesús ummyndast frammi fyrir þrem af postulunum og Jehóva talar frá himni og segir að Jesús sé sonur sinn.

Hvernig var Jesús ólíkur öllum öðrum mönnum?

Jóh 8:58; 14:9, 10; Kól 1:15–17; 1Pé 2:22

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 21:1–9 – Jesús uppfyllir spádóm um Messíasarkonunginn sem Jehóva hefur valið þegar hann ríður á asna inn í Jerúsalem.

    • Heb 7:26–28 – Páll postuli útskýrir hvernig Jesús sem æðstiprestur er æðri öllum hinum æðstuprestunum.

Hvað kenna kraftaverk Jesú okkur um hann og föður hans?

Jóh 3:1, 2; 5:36

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 4:23, 24 – Jesús sýnir að hann er sterkari en illu andarnir og að hann getur læknað hvers kyns sjúkdóma og mein.

    • Mt 14:15–21 – Jesús gefur þúsundum að borða fyrir kraftaverk með því að margfalda fimm brauð og tvo fiska.

    • Mt 17:24–27 – Jesús styður tilbeiðsluna á Jehóva og kemur í veg fyrir að móðga aðra þegar hann útvegar pening með kraftaverki.

    • Mr 1:40, 41 – Jesús finnur til með holdsveikum manni og læknar hann. Þetta sýnir að hann þráir að lækna veika.

    • Mr 4:36–41 – Jesús lægir mikinn storm og sýnir þannig að faðir hans hefur gefið honum vald yfir náttúruöflunum.

    • Jóh 11:11–15, 31–45 – Jesús grætur þegar Lasarus vinur hans deyr. Hann sýnir að hann hatar dauðann og áhrif hans á mennina með því að reisa Lasarus upp.

Hver var meginboðskapurinn í kennslu Jesú?

Hvaða aðlaðandi eiginleika sýndi Jesús meðan hann var á jörðinni? Taktu eftir því hvernig hann sýndi að hann væri …

auðmjúkur. – Mt 11:29; 20:28; Jóh 13:1–5; Fil 2:7, 8

hlýðinn. – Lúk 2:40, 51, 52; Heb 5:8

hugrakkur. – Mt 4:2–11; Jóh 2:13–17; 18:1–6

kærleiksríkur. – Jóh 13:1; 14:31; 15:13; 1Jó 3:16

umhyggjusamur; miskunnsamur. – Mr 5:25–34; Lúk 7:11–15

viðmótsgóður. – Mt 13:2; Mr 10:13–16; Lúk 7:36–50

vitur. – Mt 12:42; 13:54; Kól 2:3

Af hverju fórnaði Jesús lífi sínu og hvernig njótum við góðs af því?

Af hverju ættum við að gleðjast yfir því að Jesús ríkir sem konungur á himnum?

Sl 72:12–14; Dan 2:44; 7:13, 14; Op 12:9, 10

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Sl 45:2–7, 16, 17 – Þessi sálmur sýnir að konungurinn sem Guð velur mun sigra alla óvini sína og ríkja með sannleika, auðmýkt og réttlæti.

    • Jes 11:1–10 – Jörðin mun vera friðsæl paradís þegar Jesús ríkir sem konungur.

Hvað mun Jesús gera í náinni framtíð?